Þorrablót

Einu sinni á ári, hittumst við íslendingarnir í Suður Noregi og blótum þorrann og borðum góðan íslenskan mat saman, syngjum og dönsum eins og enginn sé morgundagurinn. Alltaf jafn gaman og dásamlegt fólk sem er í stjórninni og vinnur svo sjúklega vel fyrir okkur hin.

Við höfum lagt það í vana okkar að vera á hóteli og taka bara góðan kósí sólarhring í kringum blótið og núna var engin undantekning á því og vorum við nokkur saman á Radisson Blue í Kristiansand. Við ákváðum að hittast uppí skybar áður en við færum á blótið og þegar við Þráinn erum í lyftunni, þá verður mér litið í spegilinn þar og varð eitthvað svo óánægð með hárið á mér sem veldur því að maðurinn minn til rúmlega 40 ára tekur utanum mig og segir mér að ég sé falleg og kyssir mig…… og á því mómenti opnast lyftan á annarri hæð og fyrir utan lyftuna stendur heilt fótboltalið sem starir inní lyftu og á okkur og segja svo: “eruði að kela í lyftunni?” og við bara úps vandræðalegt en bara fyndið. Svo er lyftan stopp aftur og ég spyr hvort við séum komin upp og strákarnir segja já við förum út hérna, og ég blikka þá og segi, nei nei, við ætlum aftur niður….. ha ha ha svo mikil brandarakelling. Alla vega núna erum við þekkt sem gamla settið sem “kliner i heisen” á góðri norsku.

Blótið var geggjað og maturinn æðislegur. Stjórnin er svo dugleg að það hálfa væri nóg, það klikkaði allt sem gat klikkað núna, maturinn næstum kom ekki en það reddaðist og veislustjórinn og Djinn varð veikur og kom ekki svo stelpurnar í stjórninni græjuðu bara alla hluti. Þið eruð snillingar!

Takk fyrir mig og okkur, strax byrjuð að hlakka til næsta árs.

Ps. ég tók engar myndir, ha ha ha.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.