Geggjaður réttur sem ég gerði í gær, karrí kókóskjúklingur vil ég kalla hann en ég hef ekki verið hrifin af karrí en ákvað að prófa núna, málið er að þegar ég sé uppskrift í bók eða á netinu þá annað hvort á ég ekki allt í hana eða mér finnst eitthvað vont eða ekki passa svo það endar alltaf með nýrri uppskrift og það er það sem gerðist í gær.


Ég byrjaði á að skræla og skera niður eina sæta kartöflur og 3 gulrætur ásamt smá brokkolí sem ég átti í ísskápnum en það má alveg sleppa því ef það er ekki til. Setti þetta í Loft (airfryerinn) á 180° í 25 mín, kryddaði smá með salti og pipar og setti smá olívuolíu yfir.

Meðan þetta var að mallast skar ég niður, papriku, rauðlauk, púrrulauk, maisbaunir og hvítlauk í chiliolíu og steikti saman í smjöri á pönnu í smá tíma.

Kryddaði svo með karrí og stráði svo kókósmjöli (ekki flögum, heldur er þetta alveg eins og flórsykur svo mikið duft) sem ég keypti einu sinni óvart og ekki fundið fyrr í hvað ég gæti notað það þetta steikti ég smá stund á pönnunni og kom mjög skemmtileg áferð á matinn með þessu kókósdæmi. Bætti þá við hálfum poka af frosnu grænmeti. Tók svo af pönnunni og setti í pott, bætti svo við grænmetinu sem ég var að baka í Lofti og hrærði öllu saman.

Smellti þá úrbeinuðum kjúklingaleggjum í Loft og kryddaði með salti og season all og smá karrí á 180° í 27 mín.
Skellti svo kjúklingnum uppá disk og grænmeti on the side og smá sýrðum rjóma ofaná kjúllan.
Og damn þetta var gott, kannski ég fari bara að nota karrí meira, þetta líktist ekki kjöti í karrí að nokkru leiti en það er matur sem mér hefur alltaf þótt óskaplega vondur.
Svo ef maður er að passa línurnar þá eru mælieiningarnar 4 oz af kjöti sem er ca. 1,5 kjúklingalæri og 12 oz grænmeti sem eru ca. 3 stórar skeiðar (stærri en venjuleg matskeið).

Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan.