Hjartað mitt er farið að slá eðlilega aftur, Ástrós Mirra er komin í mömmu og pabbafaðm. Síðustu dagarnir sem hún var í Eyjum vorum bara hunderfiðir sérstaklega eftir að hún hringdi og sagðist sakna okkar svo mikið og grét í símann. Oh, my god hvað það var erfitt að láta ekki senda hana með næsta flugi heim. En Konný tókst nú að fá hana til að gleyma mesta söknuðinum og svo komu þau (Konný og Markús) með hana á laugardaginn beint úr Herjólfi á Gjábakka í Þingvallasveit til okkar.
Vá það urðu sko fagnaðarfundir og sjaldan eða aldrei hefur mér létt svona mikið. Þó svo að maður sé byrjaður fljótlega að siða til og skammast þá er þetta svona “Rétt” hitt er rangt. Við eigum að vera saman “no matter what”.
Við komum svo úr sveitinni áðan og skelltum okkur í 87 ára afmæli hjá langömmu sem var rosalega gaman því langafi fékk að koma í heimsókn svo þetta var alveg eins og áður, afi sat í stólnum sínum og allir krakkarnir í kringum hann og amma sá um að allir fengju gott að borða. Frystum þessa mynd í huganum því þar sem afi er orðinn 91 árs þá vitum við aldrei hvenær síðasta samverustundin verður.
Jæja vinna á morgun og Ástrós Mirra ætlar í pössun til Auðar ömmu, Þráinn er reyndar að fara í Borgarfjörðinn að vinna alla vikuna svo við mæðgur höfum það huggulegt saman en svo er skólinn að byrja hjá Ástrós Mirru eftir viku (eða ég vona það, við höfum ekki enn fengið bréf eða neitt sem býður hana velkomna í skólann og vitum ekki neitt)og þá verð ég fríi meðan hún er að byrja og við að átta okkur á þessu öllu.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna