Kjúklinga- og grænmetisborgari

Ég tók 400 gr. af kjúklingahakki, hálfan poka af (250 gr.) blönduðu grænmeti (frosnu í poka) sauð grænmetið og maukaði og blandið síðan saman við kjúklingahakkið ásamt einu eggi og svolitlu af raspi því kjötdeigið var svo blautt án raspsins, ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að nota til að þykkja deigið og vildi […]

Wok Lax

Eftir að ég eignaðist Loft (Airfryerinn) þá finnst mér svo miklu auðveldara að elda holla og góða fiskrétti, reyndar eru þeir oft mjög líkir en þó með ýmsu tvisti. Í gær þá skellti ég einum poka af Wok grænmeti í Loft og raðaði svo laxastykkjunum ofaná, kryddaði með salti og hellti smávegis af sesam olíu […]

Kartöflupizza

Sjóðið kartöflur og kælið þær, skerið svo kross í þær en ekki alveg í gegn og setjið smjörpappír undir og yfir og klessið þær með einhverju formi eða skál. Spreyið smá olíu á botninn í Lofti og svo klesstar kartöflur ofaná og olíu þar yfir líka og bakið við 180° í 15 mín. Takið þá […]

Brauð í Lofti

Svona gerir þú 1. Hræra gerið út í volgt vatn (37 °C). 2. Bætið eggjum, salti, olíu og sykri saman við. Hrærið hveiti út í til að mynda nokkuð þétt deig. Hnoðið deigið slétt og jafnt. Hyljið bökunarskálina með klút og látið deigið hefast þar til það tvöfaldast að stærð við létum það hefast í […]

Elgsteik í Lofti

Já nú um helgina eldaði ég elgsteik (innrafillet sem nágranni okkar gaf okkur) í Lofti (Airfryer, þið munið að hann heitir Loftur). Fyrst tók ég bökunarkartöflur og skar i tvennt og smurði með olíu og saltaði, setti svo í Loft með skrælinginn niður í 10 mín á 165° og sneri þeim svo við í 30 […]

Kjúklingabitar og heimagerðar franskar í LOFTI (Airfryer)!

Jæja þá er komið að úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppninni í fótbolta og af því tilefni höfum við boðið Jan nágranna að koma og borða middag (eins og Norðmaðurinn kallar það) og horfa á leikinn, það verður kannski kíkt í einn eða tvo bjóra með þessu eins og sæmir góðum fótboltaáhangendum. Ég byrjaði að sjálfsögðu á að […]

AirFryerinn mun heita Loftur

Já ég fékk þessa tillögu senda frá Konný systir og verð að segja að þetta er með betri nöfnum á AirFryer sem ég hef heyrt. Okkur Þráni leiðist ekki að segjast ætla að skella pulsum í Loft eða spyrja ertu búin að gera eitthvað með Lofti í dag? Hvað voruð þið Loftur að spá í […]