Nú læðist….

haustið að mér með sínum fallegu litum en einnig þessu líka myrkrinu, nú er komið myrkur uppúr kl. 7 á kvöldin og þegar ég vakna kl. 6.30 er svarta myrkur og byrjar ekki að birta fyrr en eftir kl. 7. Mikið er ég nú fegin að þurfa ekki út úr húsi svona snemma því þetta […]

Allt tekur enda um síðir….

og sumarfríið líka. Úff ég get ekki sagt að ég sé beint tilbúin í vinnu núna á mánudagsmorgni um þjóðhátíð að fara að vinna á eftir, en ég samt heppin að ég gat ráðið hvort ég byrji kl. 9 eða 11 og valdi 11 og vinn þá bara lengur í staðinn en það er líka […]

Sumarfrí 2021 – Lerøy í Bergen

Dagar 10 og 11 voru teknir á litlu eyjunni Lerøy, rétt fyrir utan Bergen. Þegar maður þekkir sjálfan kónginn á Lerøy er ekki hægt annað en að njóta þess að vera á eyjunni hans fögru. Það býr reyndar fólk þarna og fullt af fleiri sumarhúsum en hans en hann heitir sama nafni og eyjan og […]

Sumarfrí 2021 – keyrt frá Sogndal til Bergen

Dagur 9. Þá skal keyrt frá Sogndal til Bergen í einum rikk og við erum orðin svo kokhraust af öllum akstrinum hingað til að okkur finnst það bara ekkert mál. (okkur þá meina ég, ég sem sit í farþegasætinu) Við keyrum fyrst yfir þessa dásamlega fallegu brú sem var þarna rétt við bústaðinn sem við […]

Sumarfrí 2021 – Sogndalen

Dagur 8. Sogndalen er sama og hét áður Sogn og Fjordene. Við höfðum pantað okkur bústað í svona camping svæði og voru nokkrar stærðir og gerðir í boði, ég týmdi ekki að taka á leigu þessa dýrustu sem kostuðu, nóttin meira en lúkushótelherbergi í miðborg Osló, svo við völdum bústað sem var alveg nógu stór […]

Sumarfrí 2021 – Á leið í Sogndalen

Dagur 7 og við skelltum okkur bara snemma á fætur þar sem leiðin lá frá Åndalsnes yfir í Sogn og Fjordene eða Sogndalen eins og það er kallað í dag. Þegar ég gerði þessa hringleið og planaði fríið var ég ekki búin að panta gistinguna og valdi bara staðina og því fékk ég út hringleið […]

Sumarfrí 2021 – Romsdalen og Åndalsnes

Dagar 5 og 6 voru teknir í Romsdalen og Åndalsnes. En frá Jessheim var 5 tíma akstur þangað sem við ætlum að gista. Og að sjálfsögðu er tekin selfie þegar svona stór kafli er framundan. Þe. við tvö, villingarnir (þe. fólk sem getur villst allstaðar) förum í stæðsta road trip 39 ára sambúðar, eða um […]

Sumarfrí 2021 – Osló

Þriðji dagurinn okkar í fríi og þá er ferðinni heitið til Osló. Ákváðum samt að fara fyrst til Jessheim heim til Maríu og Stefáns og skilja bílana eftir þar og taka lestina til Osló, svo við þyrftum ekki að vera að þvælast á bílum í þessari stóru borg. Og þar sem við rétt skreppum inn […]

Sumarfrí 2021 – Tønsberg

Dagur 2 byrjaði þannig að við skelltum okkur til Tønsberg þar sem við hittum Maríu og Stefán sem ætluðu að eyða með okkur helginni. Það urðu nú aldeilis fagnaðarfundir þar sem við höfum ekki sést í allt alltof langan tíma. Hótelið í Tønsberg tók mun betur á móti okkur en í Skien og allt þar […]