Skilnaður….

Já það er að verða skilnaður hjá okkur í Marnafoto, Gro er búin að segja upp samstarfinu og húsaleigunni og HP sagði upp með þeim fyrirvara að ef við fyndum 3ja aðila þá myndi hann halda áfram.  Svo núna og síðustu 13 daga er hausinn á Kristínu Jónu búinn að vera á talsverðum yfirsnúningi.  En ég ætla að gera allt til þess að draumurinn minn verði ekki eyðilagður.

Ég er búin að fá alls konar hugmyndir hvað ég gæti gert til að afla meiri tekna til að geta borgað húsaleiguna á Marnaveien alein en er ekki komin svo langt að framkvæma neitt.  Við HP erum reyndar að fara að hitta konuna sem rak stúdeo þarna á undan Gro og vonandi kemur hún bara inn í þetta með okkur og eina sem ég þarf þá að gera er að halda áfram að auka mín viðskipti.

En Marnafoto er dáið eða við munum ekki vera í þannig samstarfi aftur.  Ég er búin að leggja 3 sinnum meiri vinnu á mig en þau hin 2 til að gera heimasíðu, reikna út verð á öllum mögulegum prentmótívum, römmum og ég veit ekki hvað og hvað.  Fá hugmyndir og vera kæfð með þær stundum of fljótt svo að því leyti hlakka ég til að vera ein með mitt fyrirtæki og gera það sem ég vil og held að virki.  Þannig að það samstarf sem verður, verður eingöngu um húsnæðið, ljósabúnað og props.  Ekki sama verðskrá, ekki sömu tegundir myndataka HP ætlar til dæmis að hella sér út í fine art og budour sem er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á.  Gro ætlar að halda áfram að mynda og vera eins konar lífsstíls ljósmyndari held ég hún hafi kallað þetta.  En það hreinlega þýðir að hún ætlar að mynda þegar hún er í stuði og ekki vera með kúnna sem kemur á eftir kl. 2.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég breytti nafninu mínu úr Mirra Photography í Mirra því þar með er ég búin að opna fyrir einhverju öðru en ljósmyndum og svo er Mirra náttúrulega bara geggjað flott.  Ég reyni kannski að fara meira út í að selja myndirnar, púða oþh. en sjáum bara til.

Svo næstu vikur fara í að finna leiðina til að halda áfram og gera það sem er skemmtilegast að gera.  Tekjurnar hafa aukist ár frá ári þó enn vanti talsvert uppá að ég fái einhver laun út úr þessu.  En nú er ég búin að kaupa nánast allt sem ég þarf að eiga til rekstursins svo tekjur næsta árs verða kannski bara að mestu leiti tekjur 🙂

En þetta er það sem er að gerast núna og ég á mjög erfitt með að gefast upp og spíti bara í lófana og núna er það nýjasta hjá mér að bjóða uppá gæludýramyndatökur og vonast ég til að fá eitthvað að gera í því í janúar og febrúar.  Hver vill ekki eiga fallega mynd af gæludýrinu sínu uppá vegg?

En þangað til næst,
ykkar Kristin Jóna

Jólakókostoppar

Uppskrift

  • 6 egg
  • 300 gr. sykur
  • 500 gr. kókosmjöl
  • 2 tsk. vanillusykur
  • rifinn börkur af einni appelsínu
  • 100 gr. suðusúkkulaði saxað

Þeytið egg og sykur vel saman. Hrærið vanilludropunum saman við eggjahræruna. Blandið því næst öllu öðru saman við. Setjið með teskeið á pappírsklædda plötu. Bakið við 180°C í 7-10 mínútur.IMG_9964

Ha, fyrirgefðu ég heyri ekki hvað þú segir….

Svona hefur líf mitt verið síðan í febrúar en þá fékk ég skv. lækninum mínum, krystalsýki eins og Mette Marit er með núna.  En það sem gerðist er að ég stóð uppúr rúminu og þá fæ ég eins högg á eyrað eða þunga hellu fyrir eyrað, ég er ekki alveg viss hvernig ég eigi að útskýra þetta og eftir það kom sviminn sem var mjög slæmur og magnaðist og varð þannig að ég gat eiginlega ekki gengið og nánast alls ekki niður stiga.  Næstu vikur var ég með stanslausan svima og ógleði sem endaði með að ég fékk ógleðistöflur hjá lækninum en ekkert hægt að gera við krystalssýkinni nema eitthvað að láta mig detta niður snögglega til að færa krystalana á sinn stað aftur.

Jæja eftir einhverjar vikur fór ég nú að lagast en eftir sat að ég heyri nánast ekkert með öðru eyranu og þar er eins og búi tveir álfar sem leika sér mikið í kúluleik þe. klingja saman tveimur glerkúlum þannig að ég heyri af og til allan daginn svona kling, kling, kling, kling, kling.  Og stundum er það kling, kling, eða kling, kling, kling, kling, kling, kling, kling.

En jæja ég ákveð einhvern tíma fyrr á árinu að fara aftur til læknisins og láta mæla í mér heyrnina og ef þið sem lesið bloggið munið þá var ég láta blása í mæli þar sem einhver ruglingur varð og ég tók lungnapróf í staðinn fyrir heyrnarpróf en eftir það próf fékk ég tilvísun til háls, nef og eyrnalæknis og loksins í dag varð sú heimsókn að veruleika.

Hann skoðaði mig í háls, nef og eyru og talaði heilmikið við mig, ég er stundum svo fattlaus og skildi ekki alveg af hverju hann spurði svona mikið um vinnuna mína, hvort ég væri með stúdio og hvar og hvernig útbúnað ég notaði og ég veit ekki hvað og hvað en svo fattaði ég, hann var að tékka hvernig ég funkeraði í venjulegum samræðum.  En alla vega talaði hann slatta um að trúlega hefði ég ekki fengið krystalsýki heldur sýkingu í innra eyra (sem ég sagði alltaf sjálf, damn Ardilas) ((læknirinn minn sko)) og hann talaði eitthvað um taugakerfið og setti mig svo í stóra heyrnarmælingu þar sem ég fékk fyrst svona bíb, bíb, bíb öðrum megin og svo hinum megin og svo fékk ég sko suð öðrum megin og þá bíb hinum megin og þegar það var búið var tekin annars konar mæling og þá var talað í eyrun á mér, fyrst annað og svo hitt og svo sett suð í annað og talað í hitt osfrv.

Niðurstaðan er heilaskanni.  Eða greindarpróf, mér alla vega leið eins og fávita því ég átti að endurtaka það sem ég heyrði og það var stundum bara ble og blö og dö og do og fleira í þeim dúrnum.

Þannig að sko ég heyri en ég heyri ekki orð og nem ekki hvað sagt er svo heyrnartæki mundi ekki hjálpa mér það myndi bara magna hljóðin sem skemma fyrir að ég heyri hvað sagt er.

En vonandi kemur eitthvað út úr heilaskannanum þannig að hægt verði að gera aðgerð eða gefa lyf svo ég fari að heyra orð aftur.

Og þið sem verðið svo pirruð þegar ég skil ekki hvað þið eruð að segja þetta er heldur ekkert grín fyrir mig, hversu þreytt haldiði ekki að ég sé að þurfa endalaust að segja ha, fyrirgefðu ég skil þig ekki eða heyri ekki hvað þú segir.  Viltu tala beint fram til mín svo ég sjái framan í þig og viltu helst nota hendurnar til að undirstrika það sem þú segir.

Ekki koma aftan að mér þegar þú talar og ekki ganga frá mér meðan þú talar við mig.  Helst ekki hafa músík í gangi þegar þú ætlar að tala við mig því öll aukahljóð valda því að ég heyri ekki hvað þú segir.  Og því miður þá er ég byrjuð að detta út í margmenni því ég næ ekki neinum samræðum þegar margir tala í einu og alls konar önnur hljóð eru í gangi.

Ef ykkur finnst þetta pirrandi, reyniði þá að ímynda ykkur hvernig mér líður.

Alla vega næst er það heilaskanni og svo sjáum við til en fram að því þá heyri ég ennþá illa svo þið verðið bara að þola það.

Ykkar, Kristín ha á Nesan

Af áföllum og fleiru

Jæja gott fólk þá er ég loksins sest við bloggið mitt en ég er búin að vera á leiðinni í nokkra daga að segja ykkur frá því að hann pabbi minn slasaði sig um daginn, þe. hann lærbrotnaði við rétt við mjaðmakúluna og var fluttur á spítalann í Eyjum en eftir myndatöku þar var ákveðið að senda hann með sjúkraflugi til RVK.  Hann var látinn fasta þarna strax svo hann yrði nú tilbúinn í aðgerðina um leið og hann kæmi suður en eftir að hafa beðið eftir sjúkrafluginu í 10 tíma var loksins fært og hann fluttur á Borgarspítalann þar sem hann var látinn bíða í aðra 3 daga eftir aðgerð því það var alltaf einhver tekinn framyfir hann meira akút.  Nú veit ég ekki hvað þarf til að vera akút ef rúmlega áttræður maður með stóma er ekki svo akút að hann er látinn fasta í 4 sólarhringa og bíða í 3 eftir aðgerð sem er einföld og hefði haft tiltölulega lítil áhrif á hann.  Enda gekk aðgerðin vel sem slík en öll meltingarfærin lömuðust og greinilega þoldu ekki þessa föstu og þessa bið. Mér er alveg sama hvaða afsakanir læknarnir hafa fyrir þessu, ég er alveg sannfærð um að hann hefði verið tiltölulega fljótur að ná sér ef hann hefði komist í aðgerð samdægurs.

En alla vega smáþarmarnir lömuðust og nýrun voru að gefa sig en þó virtist allt aðeins á betri veg þegar hann var fluttur aftur til Eyja með sjúkraflugi nr. 2.  Hann varð þó svo mikið veikur í fluginu og eftir að hafa verið í 3 tíma á sjúkrahúsinu í Eyjum var hann fluttur með sjúkraflugi nr. 3 nær dauða en lífi og lífsmörk nánast engin.

Þá keypti ég mér flugmiða til Íslands og undirbjó mig fyrir það að kveðja pabba minn hinstu kveðju.  En hann er bæði ótrúlega duglegur og kannski varð hann líka svona ánægður að sjá okkur dætur sínar hlið við hlið við rúmið sitt að hann barðist eins og hetja á móti þessu og sigraði.

En 9 daga fasta og með næringu í æð tók sinn toll og hann er enn að jafna sig eftir þetta.  Ekki eftir lærbrotið og aðgerðina því það gengur eins og í sögu með það.

Þegar hann var aftur farinn að gera borðað og skilað frá sér eins og normalt er var hann enn á ný sendur með sjúkraflugi aftur til Eyja sem sagt sjúkraflug nr. 4.  Þetta sem var einfalt lærbrot endaði í 4 sjúkraflugum, 8 sjúkrabílum, flugi dóttur frá noregi og annarrar dóttur frá Eyjum, báðar frá vinnu í viku til 10 daga og byrjaðar að undirbúa kveðjustund en ekkert af þessu hefði þurft að eiga sér stað ef það væri skurðstofa í Eyjum.

Eitt sjúkraflug kostar hálfa milljón og hver sjúkrabíll sitt líka svo maður spyr sig getur þetta borgað sig þe. að hafa ekki skurðstofu í Eyjum.  Ég er bara að tala um einn sjúkling, hvað með alla hina, hvað með allar fæðingar sem ekki geta átt sér stað í Eyjum, hvað kostar það þjóðfélagið fyrir allt þetta fólk að þurfa að kaupa sér gistingu og fjarveru frá vinnu?

En alla vega pabbi er duglegur og byrjaður í leikfimi og alsæll á sjúkrahúsinu í Eyjum þar sem allir eru svo yndislegir og hafa tíma til að sinna honum sem ekki er hægt að segja um sjúkrahúsin í RVK.  Þó var stórmunur á milli deilda á landsspítalanum því á nýrna- og meltingardeildinni fékk hann góða ummönnum og þar er yndislegt starfsfólk sem vildi allt fyrir hann gera.

Ég segi bara húrra húrra fyrir pabba mínum sem er algjör hetja og alltaf svo jákvæður og duglegur, hlakka til að fá hann aftur í heimsókn á Nesan og alls ekki í síðasta sinn.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

Að búa með ána í garðinum sínum (update)

Já hversu oft höfum við ekki sagt við fólk að við séum nánast með ána í garðinum okkar, en alltaf sögðum við nánast þar til í dag þegar áin er í garðinum okkar.
Kjallarinn við það að fyllast af vatni, bílskúrinn á floti og við búin að færa bíl og mótorhjól út úr honum.  Svefnherbergisglugginn lak í nótt vegna rigninga og roks.  Ástrós Mirra ætlaði til Barcelona frá Stavanger í gær en fluginu var aflýst vegna veðurs.

Yfir 40 vegir eru lokaðir hérna í Agder fylkjum, 20 manns verið nauðfluttir, 1 bjargað úr bíl sem flaut niður ána og ég sé ekki orð um þetta í íslenskum fréttamiðlum.

En hjá okkur versnar þetta og versnar og ég get ekki varist því að ég er orðin smeik en hvað getum við gert, ég á ekki einu sinni stígvél til að fara út í þetta en Guði sé lof fyrir veiðivöðlurnar hans Þráins, annars hefði hann ekki getað bjargað heita pottinum okkar frá því að sigla niður til Mandal.

Þennan fyrripart skrifaði ég í morgun en síðan hefur dagurinn farið í það að bera húsgögn af fyrstu hæð uppá efri hæð, bjarga öllu sem var úti, nýsmíðuð húsgögn, mótorhjól, bíll og ég veit ekki hvað og hvað.  Dekkin okkar voru á leið í kaupstaðarferð áðan og reiðhjólin líka en Þráinn gat stoppað þau af og bundið við bílskúrinn.

Ég get ómögulega sagt að ég hafi sama húmor og nokkrir vinir mínir á FB sem hafa verið að slá upp bröndurum, mér finnst ekkert fyndið við það að vera föst í húsinu mínu og komast ekki út og vita að áin er að stækka og við það að fara að flæða inn en jú við erum heil á húfi og verðum það, munum í mesta lagi hrufla okkur á kjúkunum við húsgagnaflutningana.  Það spáir meiri rigningu og yfirvöld telja að áin gæti hækkað um 50 cm í nótt og þá er löngu farið að flæða inn hjá okkur held ég alla vega.  Mér sýnist við eiga kannski 30 cm eftir.  Guði sé lof fyrir að garðurinn er á hæðum og húsið enn hærra þe. tröppur uppí hús.

Vinnufélagar Þráins sem komust í vinnu í morgun komast ekki heim, það er þannig með mikið af fólki.

Einn nágranni ætlaði á bílnum sínum í morgun en hann er nú undir yfirborði árinnar og fer ekki langt.  Hér fljóta framhjá húsinu okkar parket, heybaggar, garðhúsgögn, bekkir og timbur.  Þó það flæði ekki inn verður talsverð vinna að hreinsa garða, kjallara, götur ofl.

Já mótorhjólið hans Þráins er undir vatni í bílskúrnum þar sem það var bilað og hann kom því ekki út í morgun. Vonandi verður það samt í lagi þegar það þornar.  Hann náði að setja megnið af rafmagnsverkfærum uppá borð í bílskúrnum í morgun en sláttuvélin er fljótandi.

Annar nágranni fékk gesti og fór á kanó hérna uppí götu til að sækja þá.

En enn er ekki farið að flæða inn hjá okkur en búið að láta okkur vita að þegar það gerist þá megum við ekki vera lengur í húsinu og þurfum að yfirgefa það, við verðum bara sótt.  Hvernig veit ég ekki, því þyrlutúnið er löngu farið undir vatn.

Hérna fyrir neðan ætla ég að safna inn myndum og myndböndum sem ég er búin að taka mest svona fyrir okkur sjálf til minningar um náttúruhamfarirnar á Nesan.

Svona leit þetta út í gærkvöldi, þá fannst okkur þetta talsvert en þetta er ekki neitt á móts við það sem kom í dag.

Ég stakk uppá því að við tækjum útihúsgögnin og færðum þau uppá efri pall sem betur fer því þessi pallur var sokkinn í morgun þegar við vöknuðum.

Svona leit þetta svo út í morgun.  Þetta er fallegt en náttúruhamfarir eru þetta samt.  En hérna er efra túnið hjá okkur ekki komið undir vatn.

Svo fór að rigna aftur og hérna sér Þráinn fyrir tilviljun að heiti potturinn var á leiðinni í siglingu inní Mandal en hann náði honum og tók tappann úr honum og batt kaðal í hann til að halda honum á sínum stað og hann hefur verið til friðs síðan.

Svo kom sólin og ég fékk vöðlurnar hans Þráins lánaðar og fór út með stóru myndavélina.

 

Hérna rétt fyrir neðan er bíll en því miður sést hann ekki því er alveg undir vatni.

Og þarna eru nokkur hús sem hafa orðið fyrir miklu tjóni búið að flæða inní íbúðirnar.

Ég á eftir að bæta við myndum hérna en þangað til knús og klem til allra sem hafið sent okkur kveðjur og hjálparboð.

Ykkar Kristín Jóna (og auðvitað Þráinn sem ekki hefur stoppað í allan dag að bjarga verðmætum)

Ég tók nokkrar nýjar myndir og eitt vídeó svona áður en það fer að dimma.

Smá update frá okkur kl. 7.30 3. okt þá er vatnið mest allt að fara úr garðinum okkar og vonandi bílskúrnum líka og kjallaranum.

Þvílíkt sem við vorum heppin þarna þar sem ég held að það hafi munað ca. 30 cm að það myndi flæða inní íbúðina okkar.  Nú vonum við það rigni ekki meira í minsta kosti viku.

Svona lítur þetta út núna.  Nánast ekkert vatn á efri lóðinni en plómutréin standa í polli og enn mikið vatn úti á blakvelli.

En takið eftir hvað garðurinn lítur bara vel út, hann var fullur af parketi í gær en snillingarnir við eða sko það var bara Þráinn sem var úti í vöðlunum og ég skipaði fyrir, hann ýtti öllu drasli út á blakvöll þe. yfir girðinguna sem er á milli okkar tók nokkrar sec í staðinn fyrir að þurfa að bera draslið út úr garðinum og reyna að koma því í sorpu með engan krók og enga kerru.

Stóru tréin okkar eru að komast uppúr en það er samt talsvert vatn þarna ennþá.

Hérna megin lítur þetta bara út eins og eftir miklar rigningar því það safnast alltaf í polla fyrir utan bílskúrinn okkar.

Neðri pallurinn er enn á floti en ég gæti nú líklegast labbað þar í háum stígvélum svo við vonum að þetta sé allt alveg að verða búið.

Og yfir til nágrannana lítur þetta bara vel út en það kom svo mikið vatn upp þarna á milli og yfir til okkar, það kom meira þá leiðina en í garðinum hjá okkur.

Inni er ansi tómlegt, ég er búin að sækja tölvuna og setja á skrifborðið en allt annað er bara uppi á lofti og kallinn fékk að kúra lengur þar sem hann var sjálfsagt alveg búinn á því eftir gærdaginn, því þegar ég sat við tölvuna að gefa upplýsingar og fréttir var hann að elta dekkin okkar sem voru að stinga af, reiðhjólin, gamla sófann sem á eftir að henda …. úff hann hefði bara mátt fara en nei auðvitað ekki nóg verður af drasli sem kemur upp úr ánni út um allt.

Það á að vera næstum þurrt það sem eftir lifir dagsins í dag en á morgun á rigna og ég get alveg lofað ykkur því að næstu rigningardagar munu triggera kvíðakast hjá Stínu á Nesan það er öruggt.

ps. í gær þegar vatnið út á götu náði uppá rass þá keyrði hér traktor á fullu og krafturinn í vatninu var svo mikill að bílskúrshurðin okkar skekktist og henti mótorhjólinu hans Þráins svo þegar við opnuðum í morgun þá lá það á hliðinni og hafði legið í alla nótt í vatninu.  Helvítis asninn á traktornum og enginn veit hvað hann var að æða hingað inní botnlanga.

Svona lítur bílskúrinn út

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Fiskisúpan mín

Ég hef aldrei gert fiskisúpu áður því mér hefur alltaf fundist allar uppskriftir svo mikið vesen, margar tegundir af fiski eða skelfisk, og svo er alltaf fiskisoð…. bíddu hvar fæ ég það?  Þannig að já ég hef bara aldrei gert fiskisúpu en ég er orðinn svo mikill mathönnuður í dag og ef ég td. er að keyra sem er eitt það leiðinlegasta sem ég geri því mér finnst tímanum eytt í svo mikla vitleysu (allt annað að sitja við hliðina á bílstjóra og geta notið útsýnis og umhverfis) þá fer ég að hugsa um hvað á að hafa í matinn og byrja kannski bara að hann í huganum og svo kemur einhver uppskrift sem ég dríf mig heim og skrifa niður eða hreinlega elda.

Og þetta gerðist núna nýlega ég fékk hugmynd.

Fiskisúpan mín

1 pakki fiskisúpa Bergens með gulrót, púrru og graslauk.
púrrulaukur brytjaður niður
1 fiskiteningur
lax
vatn og mjólk og lettromme sem er líkt og sýrður rjómi
dill og sitronupipar
3 skeiðar rautt pesto

Ég byrjaði á að setja vatn í pottinn og maður mælir ekki svona heldur setur bara slurp og einn fiskitening úti, síðan bætti ég álíka magni af mjólk og vatni og svo súpuduftinu, hrærði þetta vel og leyfið að krauma meðan ég brytjaði púrruna niður og setti útí.  Ég notaði bara gula partinn í þetta sinn.  Svo bætti ég slurk af Lettromme eða ca. hálfa dós og skar svo niður 2 lítil laxastykki, lét malla í smá stund (ekki of lengi) og kryddaði með dill og sítrónupipar og já svo endaði ég á að setja 3 desertskeiðar af rauðu pesto útí og viti menn þessi súpa gefur súpunni sem við fengum á hótelinu ekkert eftir og verður örugglega elduð aftur enda svoooo auðveld og lítið mál að gera.

Að gleyma ekki….

Við vorum minnt illilega á það um daginn hversu mikilvægt það er að gleyma ekki sjálfum sér eða hjónabandinu þar sem fólk sem við þekkjum er að skilja og eingöngu vegna þess að þau leyfðu sér að fara í sitthvora áttina.  Þau höfðu ekki farið saman í frí í mörg ár og áttu orðið ekkert sameiginlegt.

Þegar við fréttum af þessu þá hrukkum við í kút því við erum dálítið gjörn að gleyma okkur og eftir gestasumarið mikla og sumarfrí til Íslands þá höfum við dálítið verið að dunda í sitthvoru horninu en snarlega ákváðum við að skella okkur næstu helgi, sem var í gær á hótel úti í sveit og bara njóta þess að vera saman, borða góðan mat og smá hvítvín í nýju umhverfi án hunds og katta.  Heimasætan er nú næstum aldrei heima um helgar svo ekki vorum við að flýja hana, ha ha.  Enda kannski ekki flótti frá neinu heldur meira svona að skipta um umhverfi til að láta ekki hversdaginn stela okkur.

Við pöntuðum sem sagt herbergi á Hotel Utsikt eða Hótel Útsýni þar sem við höfum nú nokkrum sinnum komið að til að skoða og sýna útsýnið og lögðum við af stað í gær morgun uppúr kl. 10 og fórum sveitaleiðina til að njóta.

Við vorum komum um hádegi á staðinn en það stóð að herbergin yrðu tilbúin kl. 3 svo við ætluðum bara að rölta í gamla bænum í Kvinesdal þangað til en viti menn herbergið okkar var bara tilbúið og við máttum bara fara upp.  Og þvílík snilld þarna engin kort, engir lyklar bara kóti á hurðinni svo ekkert vesen.

Herbergið var æðislegt eins og allt hótelið og komum við dótinu okkar fyrir og keyrðum svo niður í bæinn en þar var þá hátíð og engin bílastæði að finna nema uppá vegkanti eins og allir hinir og sólin fór að skína og við nutum þessa bæjarferðar mjög vel.  Þetta var matfestival þannig að þarna voru matarvagnar um allt og hvað haldiði að við höfum mest fallið fyrir eftir að vera búin að vera á lágkolvetnafæði í 7 vikur, jú jú kartöfluvagninum við sem sagt skelltum okkur á kartöflur í hádegismat og nutum vel, en samt ekki eins vel og alltaf áður svo ég velti fyrir mér hvort mér þyki kartöflur ekkert svona svakalega góðar ennþá eins og mér þótti áður.  Með breyttu mataræði, breytist kannski braðgskinið líka.

En eftir bæjarferðina fórum við uppá hótel og þar töfraði ég fram hvítvín og hvítvínsglös að heiman og rétti eiginmanninum hringana sem við vorum að kaupa okkur.  Við sko nefnilega pöntuðum okkur eins hringa með víkingamunstri um daginn og þeir komu akkúrat á föstudaginn svo ég faldi þá fyrir Þráni bara til að gera þetta pínu skemmtilegra.  Þetta er engir giftingahringar eða neitt svoleiðis en okkur finnst þeir bara flottir og ákváðum að panta okkur eins.

Svo við settum upp hringana og skáluðum í hvítvíni.

Hótelið ber sko nafn með rentu því þetta er útsýnið úr herbergisglugganum okkar.       

Og hérna erum við á leiðinni niður að fá okkur eitthvað gott að borða.

Byrjuðum auðvitað á hvítvíninu meðan matseðillinn var skoðaður. Pöntuðum okkur svo sjávarréttasúpu í forrétt, Þráinn fékk sé lamb í aðalrétt en ég nautalund.  Tókum svo einn eftirétt saman.  Dásemdarmatur, frábær þjónusta og skemmtilegir þjónar.

Svo sátum við aðeins frameftir og nutum samveru hvors annars og höfðum það huggulegt.  Vöknuðum svo í morgun eftir ekkert allt of mikinn svefn (eini mínusinn á þessu hóteli voru rúmin eða eru rúmin okkar heima alltaf bara betri?)

Þetta var morgunútsýnið áður en við skelltum okkur í morgunmatinn sem var mjög góður og Kristín Jóna kolvetna- og brauðfíkill (hef ekki borðað brauð í 7 vikur) fékk sér ekkert brauð í morgunmatnum og hvernig er það eiginlega hægt ha ha ha. 

Keyrðum svo nýja leið heim eftir dásemdar sólarhring í Kvinesdal, sátt og ánægð með sólarhringinn, hótelið, matinn og ekki síst hvort annað.

Knúsist og njótið og munið eftir sjálfum ykkur.
Þangað til næst, Ykkar Kristín á Nesan.

Mandal, Lyngdal, Kvinesdal og Kristiansand ved hver sin elv…

Vest-Agder fylke er Norges aller sydligste fylke med 15 kommuner. Høsten 2012 spilte vi for 15 store og ørsmå skoler i Mandal, Lyngdal, Kvinesdal og Kristiansand kommuner. Gjennom hver kommune er det en stor lakseelv som renner ut i havet og blander seg med en utløper av Golfstrømmen. Det er derfor Vest-Agder har det varmeste og mest solrike klima i hele Norge. Gjett om vi hadde en deilig september!

Navnet Agder kommer fra norrønt Agðir, fra ǫgd som betyr “være skarp” og “utstikker”, altså “landet som stikker ut i havet”. Eller fraagi som betyrsjøgang” – altså “landet ved det urolige havet”. Fylkesvåpenet og Vest-Agders fylkesblomst er sommereik, Quercus robur på latin. Før var det store eikeskoger i Vest-Agder. Mye ble hugget for eik er bra til mye, for eksempel til båtbygging. Vikingskip ble ofte laget av eik.

Vikingene mente at eika var Tors tre. Når tordenguden kom ramlende og skramlende over himmelen med geitebukkene Tanngnjost og Tanngrisne foran kjerra, da var det eika lynet oftest slo ned i for den  tålte lynnedslag bedre enn alle andre trær.

Mandal kommune er den sørligste i landet og har fått navn etter elva Marna som også kalles Mandalselva eller Mandalsåni. Navnet kan komme fra norrønt Mǫrn og marr som har med hav og sjø å gjøre. Marna er en god lakseelv og det er nok derfor Mandal har fått laks i kommunevåpenet sitt. I Mandal ligger Hogganviksteinen, Norges eldste runestein, laget av en som kalte seg Jerven for over 1500 år siden.

Det var Loke som oppfant fiskegarnet. Det var den gangen han måtte gjemme seg på et høyt fjell i Jotunheimen, fordi gudene var så sinte på ham. Han bygde et hus med fire dører så han kunne se til alle kanter og lett komme seg unna. Mens han ventet knyttet han nett av lintråd eller skapte seg om til en laks og svømte i Frånangersfossen like ved.

Så kom de rasende gudene. Loke slengte nettet på bålet og hoppet i fossen. Men gudene fant restene og skjønte at det kunne brukes til å fange laksen Loke med. Så knyttet de nytt nett, delte seg i to flokker som holdt i hver sin ende mens Tor vasset ut i fossen. Loke hoppet lett over nettet. Men gudene fant ham likevel og stengte ham inne mellom to steiner på bunnen. Nå måtte Loke enten svømme til havs eller prøve å hoppe over nettet en gang til. Han hoppet. Men Tor fanget ham i luften og holdt ham fast ved halen. Det er etter den gangen at laksen fikk så smal halerot.

Lyngdal kommune har fått navn etter Lyngdalselva eller Lygna. Navnet kommer av norrønt lugn eller logn som betyr “stille”, altså “den rolige elva”.  Det bodde både folk og fe i Lyngdal i vikingtiden. Bak Lyngdal Gamle kirke er det sju store flotte gravhauger fra eldre jernalder og vikingtiden. I kommunevåpenet til Lyngdal er det en Lyngdalsku.

Lyngdalsfeet en  gammel norsk kurase som kom fra Lyngdal. Kuene var rødbrune og kollet – uten horn – og ikke særlig store, men de ga god og fet melk. Kanskje de lignet  på Audhumla, den aller første kua, hun som ga melk til kjempen Ymer? Noen  mener Auðhumbla betyr “den hornløse, melkerike kua”. Det passer bra på Lyngdalsfeet også.

Kvinesdal kommune har fått navn etter elva Kvina. Navnet kommer av norrønt hvína som betyr hvin eller elvebrus, altså “elva som hviner”. Kommunevåpenet viser hvordan Kvinesdal ser ut: Rett nord for Liknes deler dalen seg i to, Austerdalen med Litleåna eller Lille-Kvina og Vesterdalen med Storåna eller Store-Kvina.

Det var visst mye ufred i det gamle Kvin i vikingtiden og mange flyttet til Island. En kjent kvinværing var Tjodolf fra Kvine eller Þjóðolfr enn hvinverski som var skald hos Harald Hårfagre. Han diktet skjolddiktet Haustlong som handler om hvordan jotnen Tjatse i ørneham  lurer Odin og Loke og Høne, hvordan han røver Loke og bortfører både Idunn og ungdomseplene og til slutt dør. Kanskje det ble diktet om høsten, når eplene var modne?

Kristiansand kommune ligger også ved elva Otra som også kalles Torridalselva. Otra er Sørlandets største og  Norges åttende lengste elv.  Den har antagelig fått navn etter oteren. Kristiansand her navn etter kong Christian IV av Norge-Danmark. 5. juli 1614 grunnla han byen “Christians sand” på Sanden ved utløpet av Otra. På Oddernes som har navn fra norrønt Otranes eller Otrunes, neset med oter, fikk han bygget seg en kongsgård. Kommunevåpenet er et furutre med Den norske løve, en kongekrone på toppen og kongens og byens valgspråk.

Det skal ha vært kongsgård på Oddernes lenge før Christian Quart, blant annet for Harald Hårfagre.Men det var kanskje en enda eldre kongsgår der også, gården til kong Agde, den aller første kongen i Agder?

Både Harald Hårfagre og Kong Agde skal ha vært etterkommer av Kong Nor. Han kom nordfra og la under seg hele Norge og ble stamfar til Trond og Agde og de andre kongene som de norske fylkene har navn etter. Kong Nor var sønn av Torre Barfrost . Han var bror til jygrene Fonn Snøfonn, Mjoll Snøfokk og Driva Snødrev. Torre var sønn av Sne den gamle, som var sønn av Froste – eller var det Jøkul Istapp – sønn av Kåre Vindgufs, sønn av Fornjot den aller eldste, ihvertfall hvis vi skal tro Flatøyboka i tåtten “Hversu Noreger bygðist” –  historien om hvordan Norge ble bygd.

Skal tro om de ikke  var i slekt med Ull også, han som var gud for vinter, skiløping, ski og skistøvler, jakt, bueskyting og styltegang? Han som hersket i Åsgård i ti år mens Odin var borte, som har et navn som betyr glans og herlighet og som giftet seg med Tjatses datter Skade som jakter på viddene når vintertormene herjer som verst?

Og skal tro om ikke de fire elvene i Vest-Agder, Kvina,  Lygna, Marna og Otra kommer fra Kvergjelme, den brønnen som ligger under Yggdrasils ene rot som det drypper dugg ned i fra hjorten Eiktyrnes horn og hvor ormen Nidhogg ligger og gnager og hvor alt verdens vann og all verdens elver kommer fra –  både Sid, Vid, Søkin, Eikin, Sval, Gunntrå, Fjorm, Fimbul-tul, Rin, Rennende, Gipul, Gopul, Gammel, Geirvimul, Tyn, Vin, Toll, Holl, Gråd, Gunntorinog og hva de heter, alle elvene det står om i Grimnesmål.   

Vest-Agder fylkesvåpen. Mandal,  Lyngdal, Kvinesdal og Kristiansand kommunevåpen. Tor med hammeren, Loke med fiskegarnet, Audhumla og Ymer, Odin, Loke og Høne som prøver å lage mat og Tjatse i ørneham, og til slutt skiguden Ull fra et islandsk manuskript av Jakob Sigurðsson 1765-1766, SAM 66, via wikipedia.

Misskilningur

Já hann getur verið alls konar misskilningurinn, Þráinn glímir við það að einn vinnufélagi hans hreinlega bara skilur hann ekki og það er svo þreytandi að tala við einhvern og þurfa endalaust að útskýra allt sem þú segir eða eins og hér í Noregi að reyna að finna út hvernig í andskotanum þetta orð sé sagt með þeirri díalektu sem þessi maður talar.

Það eru ótrúlega margir Norðmenn sem hlusta bara með eyranu en ekki heilanum og ef þú hefur ekki hárréttan framburð miðað við þeirra fæðingarstað þá skilja þeir ekki neitt, þar sem þeir nenna ekki að hugsa.

En ég er talsvert heppnari en Þráinn því hún Gro samstarfsfélagi minn skilur mig alltaf og hefur reyndar mjög gaman að fá að vita hvernig þetta og hitt er sagt á íslensku og þá sérstaklega orð í norsku sem eru bara ensk með norskum framburði.  Ég held einmitt að þarna sé sama ástæða að baki og hjá vinnufélaga Þráins þe. að norðmenn nenna ekki að standa í því að finna sín eigin orð.

En ég tala mikið við Gro á messenger eða sko skrifa og þó ég fái stundum herra Google til að hjálpa mér þá held ég líka oft að ég sé bara nógu klár til að segja það sem ég ætla að segja (eða skrifa sko) og í gær var ég þannig.

Ég hef tekið eftir orði sem Gro notar stundum þegar hún virðist vera að segja að hún vilji vera nákvæm við einhverja vinnslu og ég var að segja henni frá mynd sem ég var að vinna og myndi vinna betur og nákvæmar ef kúnninn kaupir hana og ég sagði “nei og jeg purker mer med den hvis hun velger den”.
Og þá fæ ég til baka frá henni “Pirker 🙂“.
Og ég bara aha ok smá feill.  Þá kemur aftur frá henni “Purker er en hunn-gris” og ég brjálaðist úr hlátri, ég ætlaði sem sagt eitthvað að svínaríast með þessa mynd ha ha ha.

En heppna ég hvað hún fattar alltaf hvað ég meina.

En þá að öðrum misskilingi sem hefur ekkert með díalektur að gera heldur eingöngu mig.
Við vorum búin að plana að skreppa til Stavanger um síðustu helgi og kíkja á GayPride en það varð ekkert úr því vegna anna en þar sem mér finnst allt varðandi GayPride svo skemmtilegt og hafði hlakkað til að mynda litadýrð og fegurðina í kringum það varð ég pínu svekkt en rek þá augun í auglýsingu á Fb um Drag göngu í Kristiansand.  Jeiiii það er eitthvað sem kemur í staðinn og reyndar kannski alveg jafn spennandi, svo ég segi við Önnu Svölu að hún ætti nú kannski að koma þessa helgi suður og draga Mío með sér og hann gæti komið í myndatöku hjá mér og við svo kíkt á drag gönguna í Kristiansand á eftir.  Henni fannst þetta alveg góð hugmynd þar til við uppgötvuðum að þetta væri helgina eftir að hún og Óli Boggi yrðu hjá mér.  Svo jæja ég kíki þá bara sjálf á þessa göngu ef það er gott veður.
Fæ svo þetta aftur upp á skjáinn í gær og dettur í hug að auðvitað hefði Gro gaman af að koma með mér og sendi henni skilaboð og invite í þessa Drag göngu og fæ til baka frá henni: “Drage festival?” og ég já er það ekki svona sama og á ensku Drag festival?  Drag á ensku Drage á norsku það meikaði alveg sens hjá mér en nei nei, Drage þýðir dreki og þetta er Drekafestival, nánar tiltekið flugdrekafestival.  Ha ha ha dreptu mig ekki, ég sé mig í anda standa í miðbænum í Kristiansand að bíða eftir öllum dragdrottningunum sem aldrei myndu koma.  Ha ha ha.

En svo við nánari skoðun sá ég að það væri ábyggilega gaman að fara og mynda þessa flottu flugdreka sem allir yrðu með.  En mikið er ég fegin að Anna Svala og Mía gerðu sér ekki ferð frá Stavanger til mín að sjá þetta.

Og þessi misskilningur minnir mig á annan misskilning sem reyndar varð að einum stærstu vonbrigðum lífs míns eins og ég segi stundum en auðvitað eru það ýkjur en hvað er gaman að lífinu ef maður má ekki ýkja stundum.

Þetta var menningarnótt (hef reyndar aldrei skilið þetta nafn þar sem hátíðin byrjar um hádegi) og við vorum með Mirru skottu litla í kerru og ákváðum að smyrja okkur nesti, setja kaffi á brúsa, hafa teppi með og fara og njóta alls sem borgin hafði uppá að bjóða og setjast svo niður við tjörnina og fá okkur að borða nestið okkar.  Ég fór vel yfir dagskrárliðina svo hægt væri að merkja við eitthvað að því sem okkur þótti áhugaverðast því það vill stundum verða á svona hátíðum þar sem margt er um að vera á sama tíma að maður missir af öllu.

Og eitt af því sem mér þótt mest spennandi var línudansinn sem átti að vera niðrí  miðbæ Reykjavíkurborgar.
Ég hef alltaf verið svo hrifin af laginu hans Harðar Torfa sem fjallar einmitt um línudans og hlustaði svo mikið á það þegar ég var ólétt.  Og ævintýrablærinn sem myndast í laginu og spennan var að hafa áhrif á mig þegar við löbbum af stað niður á hallærisplan til að sjá “Línudansinn” sem átti að vera þar.
Þegar þangað er komið förum við að horfa uppí loft til að sjá hvar línan væri, trúlega strekkt á milli einhverra tveggja stórra bygginga og örugglega frekar hátt til að gera þetta meira spennandi.  Ég sá ekki línuna, fór að verða stressuð að við hefðum misskilið hvar og hvenær þessi magnaði viðburður átti að vera, þegar fram á planið labbar hópur eldri borgara með kúrekahatta og í græjunum hljómar kántrílag.

“Line up dancing” er ekki sama og Línudans!

Hér getiði hlustað á lagið hans Harðar og fundið fyrir spennunni magnast þegar línudansarinn er að fara að birtast í sirkusnum.

Eigið frábæra helgi öll sömul og munið að lífið er núna,

Ykkar Kristín á Nesan

 

 

Líkur og ekki líkur…

Það er alveg óskaplega ríkt í okkur íslendingum að spá alltaf hreint í hverjum fólk er líkt og sérstaklega þegar lítil börn fæðast þá er eins og fjölskyldurnar tvær fari oft nánast að rífast um hvorri þeirra barnið líkist meira, í staðinn fyrir að dáðst bara að barninu eins og það er.  En jú svona er þetta bara í litlu þjóðinni okkar og lítið við því að gera.

Ég fór ekkert að taka eftir þessu fyrr en eftir að ég átti Ástrós Mirru þar sem hún er ekkert lík mér og verður aldrei.  Og hvaða máli skiptir það, gullfalleg stúlkan með alla sína kosti og hæfileika.  Ég er heldur ekkert sérstök, bara venjuleg kona eða er það ekki?

En ástæða þessa pistils eru myndir sem Konný systir setti á FB í gær og ég get ekki annað en hlegið þegar ég skoða kommentin þar.  Sérstaklega í ljósi þess að alla okkar æsku og uppvaxtarár höfum við heyrt hvað við séum ólíkar.  En hún sem sagt birti brúðarmyndirnar af mömmu, já myndirnar þar sem hún móðir okkar gifti sig tvisvar.

Og kommentin við fyrri brúðarmyndina er hvað hún Konný sé óskaplega lík henni mömmu og jú Sara dóttir Konnýjar alveg eins líka.  Svo er reyndar mynd af Konný þegar hún er unglingur og þá koma kommentin hvað hún Silja Ýr sé óskpalega lík henni mömmu sinni.  Silja er ekkert lík ömmu sinni, það er Sara og samt er Konný alveg eins og mamma.  hmmmm!

Seinni brúðarmyndin fékk komment að ég væri alveg eins og mamma.  Já það hef ég reyndar heyrt oft og alveg sátt við en þetta meikar engan sens.  Hver er líkur hverjum?  En takið eftir, mamma er dökkhærð á fyrri myndinni en ljóshærð á þeirri seinni.  Já og þá get ég sagt ykkur það sem ég hef alltaf sagt, við Konný erum mjög líkar fyrir utan augnlit og háralit.  Mér sýnist fólk oft láta blekkjast af því.  Nema ég sé svona lík mömmu þegar hún er eldri af því að ég hafi alltaf verið ellilegri en Konný sem er alveg eins og mamma þegar hún var 19 ára, ha ha ha.

En málið er að ég er nefnilega líka alveg eins og pabbi.  Sem er bara frábært, að fá að líkjast báðum foreldrum sínum og já jafnvel ömmu sinni og frænda líka er bara snilld.  En þegar ég var að vinna í stórmarkaðinum Tanganum í Vestmannaeyjum þá vann ég með eldri konu henni Tótu, sem var svo oft að segja hvað ég væri óskaplega lík henni mömmu og einn daginn segi ég við hana já þú segir það, bíddu bara þangað til þú sérð hann pabba.  En hún vildi nú ekki trúa því að það myndi breyta einhverju um þetta álit hennar, en viti menn svo kom pabbi í heimsókn til Eyja og niður á Tanga auðvitað til að sýna Tótu hann og hún varð alveg orðlaus í smá tíma en sagði svo, ja hérna hér, hvernig er hægt að vera svona mikið líkur báðum foreldrum sínum?  En ég veit svarið við því, mamma og pabbi eru nefnilega skyld.  Ekki það mikið að það útskýri af hverju ég er svona rugluð en nógu mikið til að það er hreinlega ættarsvipur með þeim.

En ég veit ekki hvort það var fólkið í denn, klæðnaðurinn eða ljósmyndararnir sem gerðu það að verkum að foreldrar mínir líta út eins og kvikmyndastjörnur því það hef ég aldrei gert þó ég sé svona óskaplega lík þeim.

Hérna erum við systurnar 3 ásamt mömmu og ef við værum allar með sams konar háralit og klippingu þá værum við mun líkari en sést á þessari mynd ef rýnt er í myndina.

Þessi mynd aftur á móti gæti hreinlega verið af mér og meira að segja þegar ég sá hana í fjarlægð þá hélt ég að þetta væri ég.  Svo eitthvað af þessari fegurð hlýt ég að hafa.

Hérna sjáið okkur systur litla og þó við séum ekki eins þá sést nú vel að við erum systur, nema það blekki mig svona að við erum eins klæddar.

Svo enda ég þennan pistil á henni litlu ljót sem var svo ekkert ljót þegar upp er staðið.  Þvílíka krúttið og bara lík sjálfri sér alla tíð.

Eigið fabulous friday, eins og hún Dísa myndi segja,
ykkar Kristin á Nesan.