Burknavellir 5, 221 Hafnarfjörður kjg 11.1.2008 09:56:00 Sturta.is Jæja þá erum við flutt, búin að þrífa uppá Suðurbraut og tilbúin að afhenda þá íbúð á morgun kl. 12.
Okkur líst mjög vel á okkur hér á Burknavöllunum að því undanskildu að Ástrós Mirra er lasin, með hósta og hita en það getur nú bara verið af því að það sé að ganga og af því að hún hefur verið undir álagi undanfarnar vikur vegna flutninganna.
En herbergið hennar er alla vega komið alveg í gangið og tilbúið að taka á móti gestum. Já og talandi um gesti hún Sara á neðri hæðinni kom í heimsókn í gær og var hjá Ástrós Mirru frá 16 til 20 og borðaði með okkur og allt. Svo gaman ef þær ná vel saman og geta leikið sér saman.
En að aðalmáli vikunnar, það fylgir íbúðinni þessi líka flotti sturtuklefi frá Sturta.is með gufu, fótanuddi, alls konar nuddstútum, útvarpi, fjarstýringu og ég veit ekki hvað. Nema að konan ákveður að á nýjum stað verða nýjir siðir s.s. að skella sér í sturtu á morgnanna áður en farið er í vinnu. Sem ég og geri á þriðjudaginn. Skelli mér í sturtu og kveiki á útvarpinu og skrúfa frá vatninu og fer undir skola mig og allt í sómanum nema svo fer vatnið að hitna of mikið og ég fer á fullt á stjórntækin og finn takk sem heitir eitthvað °C og minnka hitastigið niður en það er alveg sama, sturtan er alltaf jafn heit og ég fikta meira í tökkunum og allt kemur fyrir ekki, svo það endar með að ég skola mig í slumpum svo ég brenni mig ekki og dríf mig svo út úr sturtunni og hugsaði, ég verð sko að fara niður í Sturta.is til að fá manual með þessum klefa það nær náttúrulega engri átt að afhenda fólki flókin tæki og engan manual.
Nema hvað, eftir vinnu skelli ég mér niður í Sturta.is og bið um manual, og þá koma einhverjar vöfflur á kallana því þeir greinilega áttu hann ekki til, nema skýringar á fjarstýringunni, sem ég sagði að væri nú betra en ekkert en spurði þá hvort þeir gætu ekki kennt mér á klefann því ég hefði verið að kaupa íbúð með svona klefa í og hefði skellt mér í sturtu um morguninn sem hefði verið allt allt of heit og ég hefði fyrir mitt litla líf ekki getað fundið út úr stjórntækjunum hvernig ætti að lækka hitastigið á vatninu og sýndi hvaða takka ég hefði notað á fjarstýringunni. Þeir horfa á mig smá stund og segja svo: Þó þetta séu mjög tæknilegir klefar þá eru þeir ekki svona tæknilegir og maður bara snýr krananum eftir því hvort maður vilji heitt eða kalt eins og bara maður gerir í öllum sturtum.
LoL, maður bara snýr krananum, og tæknitröllið sjálft gat ekki fundið út úr því, nei nei, fáum okkur fjarstýringu og manual …..
Ég skellihló í búðinni og sagði að nú hefðu þeir eitthvað til að nota við sölumennskuna framvegis en þeir voru voða kurteisir og sögðu að ég væri nú ekki sú eina sem hefði lent í þessu.
En ég er búin að fara í sturtu síðan og þetta er hinn besti klefi þegar maður kann á hann.
Þangað til næst,
Kristín Jóna, vallari