Já sumir dagar eru bara þannig að maður hreinlega skilur þá ekki. Dagurinn í dag er búinn að vera skrítinn hjá Þráni mínum en reyndar byrjaði þetta á laugardaginn þegar hann ætlaði að fá sér (einn heima og kósí) ommilettu og byrjar á að reka hausinn í viftuna og fá sár á hvirfilinn (sem by the way, hefur ekkert til að skýla sér) og svo ákvað hann að sækja græjurnar okkar sem Ástrós Mirra hafði verið með í herberginu sínu og setja niður í stofu og tengja við sjónvarpið en það var ekki séns að hann fengi hljóð úr græjunum, ég kom svo heim frá Osló og reyndi að hjálpa en alveg sama, græjurnar vildu bara ekki tengjast sjónvarpinu (var þó tengt í mörg ár saman) og ekkert gekk, hann endaði á að hringja í Kevin og biðja hann að koma og aðstoða okkur sem hann og gerði í gær og viti menn, honum tókst þetta. Jeiiiii!
En þá er það dagurinn í dag, Þráinn vaknar og byrjar daginn á að fá sér kaffi, en nei nei nýja kaffikannan neitaði að gefa honum það svo hann sem ætlaði nú að leyfa mér að sofa aðeins lengur því Auddi (gamli bílinn) er aftur kominn heim svo nú höfum við tvo bíla dreif sig út í bílskúr og ætlaði bara snemma í vinnu og fá sér kaffi þar, en er þá ekki bara vindlaust vinstra afturdekkið á Audda sem í sjálfu sér er ekkert stórmál þar sem við eigum pumpu sem við tengjum við sígarettukveikjarann á bílnum en nei nei nei, hún vildi alls ekki virka svo það endaði á að hann þurfti að vekja mig og láta vita að hann tæki Guðna (Volvoinn) en gæti skotist heim með hann klukkan 7 svo ég kæmist að skúra. Ekkert mál mín vegna.
Svo drífur hann sig í vinnu og hvað? Vélin sem hann vinnur við hjá Sørlamineringen er biluð og þeir þurftu að handfæra allan viðinn sem átti að líma 100 sinnum meiri líkamleg vinna en vanalega. Ég hef ekki heyrt í honum í 4 tíma en bæti þá bara við þessa sögu ef eitthvað nýtt er að frétta en þar sem ég fann út úr kaffikönnunni strax, þá er best ég kíki á pumpuna líka og sjáum hvort við afléttum ekki þessum álögum sem eru á kallinum núna. Þetta má ekki dragast í marga daga því hann á afmæli bráðum og þá viljum við nú að allt gangi eins og smurt svo við getum fagnað áfanganum.
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan.