þó það sé kominn ágústmánuður og fyrstu 2 vikurnar voru bara geggjaðar með yfir 26 stiga hita og sól.
Þráinn tók sig til og stækkaði bílskúrinn um ca. 10 fm og gerði það með því að loka af opinni útigeymslu sem var í skúrnum og rífa niður millivegg. Síðan er planið að einangra hann og setja inn góða lýsingu svo “THE MAN CAVE” verði nothæfur allt árið um kring. En aðallega til að hægt sé að dunda sér við að gera upp gamla mótorhjólið.
Eins og sjá má var kallinn aldeilis duglegur en smá áhyggjur hafði ég af honum þegar þessi stóri bjálki kom heim og hann var bara einn að vinna í þessu eins og oftast, ég þurfti að fara frá og lét hann lofa mér því að biðja Lars nágranna að hjálpa sér að setja bjálkann upp, því stundum man maðurinn minn ekki að hann sé kominn yfir fimmtugt og hafi hryggbrotnað fyrir mörgum árum. Næsta skref er víst að ég máli klæðninguna að utan en ææææææ það fór bara að rigna svo ég hef ekkert getað gert enda líka búin að vera með gesti og í nýrri vinnu og byrjuð með stórt ljósmyndaverkefni svo maður getur ekki allt, en það kemur.
En þó ég sé ekki farin að mála ennþá þá tók ég til í garðinum því von var á gestum og ég búin að lofa því að Costa Del Nesan stæði undir væntingum.
Sem það og gerði fyrir utan einn dag en þá óskuðu bæði Anna Svala og Hadda eftir endurgreiðslu. HUMMM ég var pínu að vandræðast með það, því ég mundi bara ekki eftir að þær væru búnar að greiða fyrir hótelið en sem betur fer reyndi ekki á þetta lengi því sólin kom og Costa Del Nesan stóð svo sannarlega undir nafni.
En áður en gestirnir komu og meðan Þráinn var eins og bandíóti í bílskúrnum bakaði ég flatkökur eins og enginn væri morgundagurinn og ég verð að muna að gera þetta oftar því Oh my God hvað ég elska flatkökur.
En jæja svo komu Anna Svala og Anders og við áttum kósíkvöld en Hadda kom svo daginn eftir og þá varð allt hreinlega vitlaust eða þannig, við 3 saman erum eldfimar það er nokkuð ljóst og strákarnir okkar voru voða fegnir að vera alla vega 2 saman, því einn karlmaður hefði bara ekki ráðið við þessa gleði og fegurð.
Höddu vinkonu hefur alltaf dreymt um að fá að prófa kajak og við vorum búin að lofa henni að hún fengi að prófa hjá okkur þegar hún vildi.
En það gerðist meira þessa helgi en bara gestir, sjúklega flotta útiborðið okkar Þráins sem er sérsmíðað uppí Arendal var tilbúið og fóru þeir Anders að sækja það, það gekk bara nokkuð vel hjá þeim því dásamlegi nágranni okkar hann Jan lánaði okkur kerruna sína (sem ég held reyndar að við notum meira en hann) en borðið er þungt sagði smiðurinn, já já þeir koma tveir sagði ég.
Borðplatan er 130 kg. og botninn 20 kg. svo þegar þeir komu með kerruna eins nálægt pallinum og hægt er þá var samt ljóst að engir tveir menn voru að fara að taka þetta, svo enn og aftur var Lars nágranni beðinn að hjálpa en það vantaði 4 mann svo Anna Svala skellti sér á hornið og kláraði þetta með stákunum.
Jæja ef þið hafið lesið bloggið sem kom á undan þessu þá vitiði að ég sagði við Anders að mér fyndist hann vera eins og “kongen av Bergen” og það þyrfti að semja um hann lag og þið sem þekkið mig vitið að ég geri það sem ég segist ætla að gera svo Anna Svala og Hadda voru teknar með í það að syngja frumsaminn texta af mér á norsku um Anders kongen av Bergen.
Leirburður? Já enda texti á norsku og …….
en svona er textinn og lagið er “Á trillu ég fór með Trana”.
Hann Lerøy er kongen av Bergen,
Hann er så snill og fin.
Hann gleder seg altid med folkens
og singer og drikker vin.
Hann elsker hun Anna Svala
Og Kristin hann syns er pen,
Men Þráinn er hans beste
islandske venn.
En borðið er bara sjúklega flott á alla kanta, og geðveikt að geta kveikt á gasi og haft þetta ljós í borðinu sjálfu. Við höfum aldrei keypt okkur dýr húsgögn en stundum verðum þetta bara svona, ég gat ekki hætt að hugsa um þetta borð eftir að hafa séð mynd af sambærilegu.
Frábærri helgi með bestu vinunum lauk að sjálfsögðu og allir farnir til síns heima og við hjónakornin aftur ein í kotinu og ég beðin um að skúra í leikskóla hérna í nágrenninu 30% vinna og fyrir hafði ég ca. 15% vinnu á meðferðarheimili og nokkrum dögum seinna bættist við 20% vinna á skóladagheimili svo allt í einu er ég bara komin út um allt að skúra. En þar sem ég er íslendingur þá klára ég þessa 50% vinnu á innan við 3 tímum svo ég er alsæl með þetta og ég má nokkuð ráða tímanum sem ég skúra sjálf.
Já og svo bættist við 3 tónlistarmaðurinn/konan í heimsókn hjá okkur og myndatöku en það er hún Guðbjörg Magnúsdóttir sem kannski er þekktust fyrir að vera ein af upphaflegu Frostrósunum, dásamleg manneskja og stórkostleg söngkona, hún söng nú ekki fyrir mig því það var ég sem söng fyrir hana og ég fékk að vita þarna að ég syng rétt. Ekki endilega best en rétt og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur af tækninni. Og það að ég hafi sterka rödd og finnist ég þurfi að dempa hana sé bara ekki rétt svo …… ég held mínu striki áfram eins og áður. Syng þegar ég vil og eins hátt og ég vil. En selfiin með Guðbjörgu klikkaði þegar norsk leikkona hringdi í mig að ræða myndatöku svo ég varð að bjarga því með því að taka mynd af mér ásamt henni á skjánum.
Það er ekkert smá gaman að fá að mynda svona dívu.
Jæja næsta blogg verður ekki svona heill mánuður eða 4 saman í samantekt heldur alvöru blogg með alvöru meiningum, ha ha ha jú jú ég hef þær oft en á þessum síðustu og verstu er nú kannski ekki svo mikið að frétta eða til að skrifa um “But you never know”.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.