Þrjóska

Featured Post Image - Þrjóska

Já það er alveg ótrúlegt hvað sumir menn fara langt á þrjóskunni. Minn maður fékk nafnið Þráinn sem þýðir þrjóskur og hann ber það sko með rentu.

Ég veit ekki hversu oft ég og hann tökum á móti einhverju stóru og þungu eða erum að flytja 100 kg. rúm á milli hæða bara 2 en að fá glugga á kerru sem er 3m x 2m með glerinu í og hann er ekki búinn að athuga hvort einhver nágranni væri heima til að hjálpa og panikkin sem ég fer í er að sjálfsögðu talsverð en þetta tókst okkur saman og ég skil ekki einu sinni hvernig. Þó svo að ég hafi nú átt hugmyndina að setja gömul bretti sem við eigum undir gluggann þegar hann stóð hálfur uppá kerru og hálfur á stéttinni þá átti ég ekki von á að glugginn kæmist heill niður á jörðina og ef hann kæmi heill, þá var ég næstum viss um að við færum bæði í bakinu. Við vorum þó heppin að glugginn kom í tvennu lagi, því annars hefði þetta verið aðeins meira mál en þetta tókst.

Svo segi ég við! Haldiði að ég hafi gert mikið gagn? Líklega eitthvað en ekki svo mikið en jú jú ábyggilega geggjað að hafa kellingu sem er á taugum og dregur þig bara niður ha ha ha. Nei nei ég vonandi geri eitthvað gagn líka.

En sko í alvöru, af hverju eigum við ekki lyftara? Nýbúin að kaupa “Slottet” sem kom í einum risapakka og flutningabílstjórinn sem kom með það spurði hvort við værum ekki með lyftara til að taka það niður af bílnum hjá honum og við alveg…. ha nei sko þú ert að koma með þetta í heimahús og nei við eigum ekki lyftarara, hvernig komstu þessu inní bílinn? Jú það var lyftari í verksmiðjunni. Ha ha ha drepið mig ekki auðvitað eigum við lyftara en ekki hvað! Nei en það reddaðist þá og þetta reddaðist í dag en við erum bara að verða eldri og linari svo þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að hugsa um. Þe. að eiga lyftara svo við getum haldið áfram að taka á móti vörum hingað heim.

En sem sagt, nýr stofugluggi stendur í innkeyrslunni og svo á bara eftir að bíða eftir að regnið komi og fari svo hægt verði að setja hann í. Hvað haldiði að verði margir að hjálpa til þá?

Æi afsakið draslið við bílskúrinn, þó þetta sé framhliðin á húsinu okkar, þá er þetta einhvern veginn bakhliðin því við erum alltaf úti í garði og hinum megin.

Spurning ef einhver vinur hérna í Noregi les þetta og veit ekkert hvað hann ætlar að gera á mánudaginn þá erum við með verkefni og kannski eitthvað sem þú hefur ekki prófað áður, setja plastglugga í stofuna hjá okkur.

Þangað til næst,
ykkar Kristín á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.