Fossinn okkar

Featured Post Image - Fossinn okkar

Já eldsnemma í gærmorgun fórum við Erro í göngutúr og eins gott, það var svo sjúklega heitt í gær að ég átti erfitt með klippa grasið, en tókst með mörgum pásum aðallega til að hvíla mig frá sólinni en ekki misskilja ég elska þetta veður og fer þá bara inn smástund að hvíla mig ef ég þarf. Þakka fyrir að hafa ána svona nálægt svo hundurinn geti fengið að synda nokkrum sinnum á dag og þar með kæla sig. Ég vildi ekki hafa þykkan svartan feld í svona góðu veðri.

En sem sagt í gærmorgun þá gengum við bæði hinum megin eins og þið sáuð í gær en við gengum líka uppað fossinum okkar og stöldruðum styttra við þar en oft áður, því það hefur enginn komið að hreinsa til gróðurinn svo við komumst alveg að fossinum á “okkar stað”. En við hittum 2 kálfa sem voru jafnforvitnir um okkur eins og við um þá. Hef einmitt saknað þess að það séu ekki kýr út um allt þarna á þessum bæ.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.