Haustið út um allt.

Það er alveg búið að vera inná milli hundleiðinlegt veður hérna, rok og rigning en svo kemur inná milli góður dagur eins og í dag. Sólin skein en það var undir frostmarki þegar ég fór af stað klukkan 6 í morgun en hitinn fór uppí 9 gráður sem virkaði svo enn meira þar sem sólin skein framyfir hádegi. Þrátt fyrir lélegar lappir undanfarið, þá beit ég bara á jaxlinn og henti mér út með hundinn og myndavélina. Það sem mér finnst voða gaman núna þegar ég er svona mikið ein og alltaf ein með myndavél, sakna ljósmyndavina minn heima ansi oft, er að hafa bara eina ákveðna linsu á vélinni þegar ég fer út að labba svo ég verði að reyna að sjá bara nær mér en ekki alltaf heildarlandslagið. Og í dag var það að taka allar myndir ferkantaðar og með Fuji og LB soft focus.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.