allt sem mögulega getur tengt okkur við stríð. Já ég er skíthrædd við byssur og þori helst ekki að snerta þær, á þó inni skotnámskeið sem ég vann á þorrablóti og verður líklega farið á næsta vor. Mér datt líka í hug í fyrra eða hitteðfyrra að taka nokkrar svona “still life” myndir hérna heima og ég vissi að Jan nágranni ætti voða fallegan riffil (já ég get alveg séð að hann sé fallegur) með tréskafti og alles en vandinn var sá að ég þurfti stanslausa aðstoð Þráins við að mynda þennan riffil því ég þorði ekki að snerta hann. Maður gæti hreinlega haldið að ég hefði lent í einhverju sem barn en nei ég held ég hafi ekki séð alvöru byssu fyrr en hérna hjá Jan svo það getur ekki verið.
Svo gerðist það núna á miðvikudaginn að ég er að keyra inn í Mandal að fara að versla þegar ég mæti 4 risatrukkum sem allir voru með skriðdreka á pallinum og ég get alveg sagt ykkur að ég næstum panikaði. What! Hvað er herinn að gera hérna á suðurlandi með skriðdreka? Vita norsk stjórnvöld eitthvað meira en við vitum? Er eitthvað í gangi sem við almennir borgarar fá ekki að vita eða hvað?
En skynsemi mín sagði að líklega væri æfing hérna einhvers staðar nálægt (og já sko þeir voru á leiðinni hingað uppí Marnardal) en ekki yfirvofandi stríð. En hvað bíður mín í póstkassanum þegar ég kem svo heim? Bæklingur um hvernig maður á að undirbúa heimilið fyrir að vera sambandslaus við alheiminn í 1 til 2 vikur þe. ekkert rafmagn, enginn sími enginn matur og ekkert vatn.
Nei ég meina hvað er í gangi?
Er ekki allt í lagi að láta fólk vita ef einhver heræfing á sér stað hérna í nágrenninu! Jú mér finnst það en alla vega ég þarf víst ekkert að óttast, því ég fékk staðfest hjá vinnufélögum Þráins að þetta væri æfing, en hvað þá með þennan bækling?
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna