Jæja þá er best að segja ykkur frá næstu frábæru uppskriftinni sem ég var að prófa í vikunni, og það er með mat eins og hekl, ég get ekki farið eftir annarra manna uppskriftum og verð alltaf að aðlaga þær að mér. En það er allt í lagi meðan maður heldur sig við sama magn af grænmeti, prótíni og fitu. Já elskurnar ég er farin að spá í þetta, sjáum svo til hvernig það mun ganga. En ég er bjartsýnni núna en nokkurn tíma áður.
Brokkolísalatið.
Sko ef ég hefði ekki ákveðið að búa til eggjasalat og hafa með brokkolísalatinu þá hefði ég notað svörtu baunirnar og kotasæluna en ég sem sagt sleppti því í gær en lét fylgja með á myndinni.
Eins og með öll salöt þá er bara að skera og skera það sem manni þykir gott en grunnurinn er að sjálfsögðu brokkolíið í þessu salati. Og ég hafði sem sagt mais, avókadó og gúrku með, og agnarögn af fetaost í olíu. Gott magn af salati í kvöldmat eru 14 oz.
Þetta er fyrir okkur Þráin bæði.
Þá er það eggjasalatið en það eru 2 harðsoðin egg á mann og 0,5 oz majones, smá sítrónusafi og pipar ef maður vill.
Svo þetta tvennt saman smakkaðist svo vel og var þess virði að deila með ykkur og ég mun örugglega hafa þetta í matinn aftur og þá má kannski hafa kjúklingabringur í staðinn fyrir eggjasalat en athugið að þá má það ekki vera meira en 4 oz fyrir konur og 6 oz fyrir menn af próteini og munið að hafa smá fitu með.
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan.