KONAN SEM KYNDIR OFNINN MINN

Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn, með eldhúslampann sinn og veit að það er konan sem kyndir ofninn minn.

Ég fæ þetta lag á heilann á hverjum morgni núna, þegar frostið fer niður í -16 og það er kalt þegar ég kem niður. Þráinn sefur svo þetta verður hans upplifun þegar hann vaknar. Þe. það er kona sem kyndir ofninn hans.

Þetta er reyndar eitt fallegasta lag í heimi og ekki slæmt að fá það á heilann af og til. Ég held meira að segja að þetta sé eitt af þeim lögum þar sem ég hef ekki gleymt neinu úr textanum en ég er farin að gleyma textum alveg svakalega mikið, syng líka minna svo það skýrir eitthvað en mér finnst þetta svo leiðinlegt því einu sinni kunni ég alla texta. Kannski ég ætti að bæta því við á hobbý listann minn að fara að syngja meira markvist, finna lög og texta og rifja upp. Gæti verið gott fyrir heilann líka.

Jeminn, ég er bara farin að hugsa um eigin velferð á öllum sviðum, hvar endar þetta? 62 og bara allt í einu komin með lífið á hreint, ha ha ha.

Eigið góða helgi elskurnar og passið að verða ekki kalt.

Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.