INNPAKKAÐUR KJÚLLI.

Tillögur að nafni á þessum rétti óskast. Þetta er ekki neitt frábært nafn en ég fæ enga hugmynd akkúrat núna. En Þráinn eldaði í gær alveg frábæran rétt, sem samanstendur af kjúklingabringum, kartöflum, lauk og gulrótum, að mestu leyti.

Hann sem sagt tók 2 kjúklingabringur og skar þær í tvennt og barði sundur og saman, eða þannig.


Kryddaði þær svo með salt og pipar. Skar þá 2 kartöflur í sneiðar og setti á olíusmurðan álpappír.

Lagði þá kjúklingabringu ofaná kartöflurnar og skar niður lauk og raspaði gulrætur og mýkti á pönnu.

Setti það svo ofaná kjúklinginn og lettrømme sem er einhvers konar sýrður rjómi á Íslandi og svo setti hann fullt af rifnum osti yfir allt og lokaði svo álpappírnum og bakaði í Airfryer á 180° í 35 mín. Hefði getað verið aðeins styttra, ég myndi giska á frá 25 til 35 mín eftir stærð.


Ég bjó svo til æðislegt salat með úr káli, lauðlauk, gúrkum og maís og pínulítinn fetaost með.


Algjörlega frábær máltíð sem ég hiklaust mæli með.

Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.