…en samt engin leti í gangi Þó ekki hafi verið mikið skrifað hér að undanförnu þá er það bara af því að svo margt annað skemmtilegt hefur verið að gerast.
Ég til dæmis fór út að leika mér um síðustu helgi með Maríu Erlu og Rakel sem vinna með mér. Við fórum út á Reykjanes að mynd og var það alveg ofboðslega gaman, afraksturinn er hægt að sjá á flikrinu mínu http://www.flickr.com/photos/kristjona/.
Ástrós Mirru gengur vel í skólanum og er búin að eignast góða vinkonu hana Söru sem býr á hæðinni fyrir neðan okkur. Þær fara saman heim úr skólanum saman flesta daga og eru komnar heim um tvöleitið og prakkarast og skemmta sér vel. Mamma Söru kallaði á Þráin um daginn og sagðist vera að ganga frá ættleiðingarpappírum fyrir okkur, því hún hefur varla séð dóttur sína undanfarna daga. En þetta er bara gaman.
Í dag fermist hún Sunneva Snorradóttir svo við ætlum að fara í veislu hjá henni, það verður ábyggilega voða gaman. Alltaf gaman að hitta alla ættingjana.
Við hjónakornin fórum í leikhúsið í gær með StarTech og sáum ‘Lík í óskilum’ sem er FARSI og fór langt yfir strikið að okkar mati. Við hlógum fyrstu 30 mín. en svo var maður bara þreyttur á þessari vitleysu. Leikurinn var mjög góður, sérstaklega hún Halldóra Geirharðsdóttir sem fór algjörlega á kostum sem gömul kerling með vægan alsheimer.
Ástrós Mirra gisti hjá Birtu og hefur ábyggilega skemmt sér vel, þau eru í sundi núna öll og ég fer svo að sækja hana og ætla að nota tækifærið að mynda úti á Gróttu í leiðinni.
Jæja, er greinilega frekar andlaus núna,
þangað til næst
Kristín Jóna