MORGUNGRAUTURINN…

Eins og þið vitið sem þekkið mig þá elska ég kartöfluflögur og hvítt brauð en ég ákvað heilsunnar vegna að fara að vinna í því að breyta hugarfarinu og reyna að borða hollara og taka út hveiti og sykur. Ég var svo heppin að ramba á bók sem ég er að lesa sem hjálpar og uppgötvaði svo að þetta er ekki ósvipað því þegar ég hætti að reykja, þá tókum við 3 mánuði í að hlakka til að hætta að reykja og takmarka hvar við mættum reykja. Svo þegar við hættum þá upplifði ég bara frelsi. Svo ég er að reyna að nota sömu aðferð, nema það er erfiðara því ég get ekki hætt að borða. En ég prófaði að sleppa öllu hveiti og sykri í 2 vikur og svo fengum við okkur pizzu og það er ekki víst ég geri það aftur því liðirnir á mér krepptust bara allir og ég fékk verki út um allt. Uppgötvaði semsagt að ég sé trúlega með hveitióþol sem ég vildi sjálfsagt ekki vita af áður og svo ef þú ert alltaf með liðverki þá venstu þeim og tekur ekkert eftir því hvort þú ert verri eða betri daginn eftir. En þarna fann ég það svo gjörla og nú er ég farin að borða sjúklega hollan morgunmat (samt ekki klukkan 6 á morgnanna, heldur kl. 10 kannski) sem mig hreinlega hlakkar til að borða og mér líður svo vel á eftir.

Svo hér kemur uppskriftin að honum:

Það sem ég geri er að hella 4 oz (únsur) af hreinni jógúrt í skál, setja 1 oz af hafragrjónum (segir maður það annars ekki?) útí, 0,5 oz af cia fræjum og ég legg þau ekki í bleyti og svo 0,5 oz af hnetum. Síðan set ég ávexti útí, banana, kiwi, epli, perur og fyrir ykkur hin sem borðið ber, þá er það ábyggilega geggjað.

Sjúklega einfalt og sjúklega gott þegar hausinn er farinn að átta sig á því að hollt er gott.

Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.