Uppskrift (fyrir form sem er 25×35 cm)
- 4 dl sykur
- 3 egg
- 170 gr smjör, brætt
- 5 dl hveiti
- 1 tsk. matarsódi
- 1 tsk. lyftiduft
- 3 tsk. vanillusykur
- 1 dl. kakó, sigtað
- Vanillusósa
- 1 dl vatn, sjóðandi heitt
Byrjið á því að taka út úr ísskáp smjör í kökukremið svo það verði mjúkt.
Hitið ofninn í 200 gráður. Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins. Smjöri, púðursykri og sykri hrært mjög vel saman. Þá er eggjum bætt út í, einu og einu. Því næst er þurrefnunum blandað saman í skál annars vegar og súrmjólk og sjóðandi heitu vatni í aðra skál hins vegar. Um það bil helmingur af blöndunum úr hvorri skál fyrir sig er bætt út í deigið og hrært í stutta stund, þá er restinni úr báðum skálunum bætt út í deigið og hrært. Athugið að hræra eins stutt og hægt er, bara þar til hráefnin hafa blandast saman, ekki lengur. Deiginu er hellt í smurt smurt bökunarform eða ofnskúffu (þessi uppskrift passar í bökunarform sem er ca. 25 x 35 cm, fyrir ofnskúffu þarf að gera eina og hálfa uppskrift) og bakið í miðjum ofni í ca 20 mínútur eða þar til kakan hefur losnað frá köntunum og er bökuð í gegn í miðjunni.
Kökukrem:
- 150 gr smjör, mjúkt
- 200 gr flórsykur
- 4,5 msk kakó
- 2 msk síróp
Hrærið smjörið þar til það er orðið kremkennt. Sigtið flórsykur og kakó saman og blandið því síðan smátt og smátt við smjörið. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta við örlítilli mjólk. Hrærið að lokum sírópi saman við. Smyrjið kreminu á kalda kökuna.
Uppskriftin er upphaflega frá henni Dröfn i Eldhússögum en ég breytti henni smávegis eins og ég geri nánast alltaf.
ykkar,
Kristín á Nesan