Af hverju! Af hverju!
Þetta sagði ég (Mirra Skotta) nokkrum sinnum í gær hjá Sigrúnu frænku og hún og mamma eru búnar að hlæja svo mikið af þessu.
Málið var að við vorum í heimsókn hjá Sigrúnu (Ömmu númer 5) og svo var hún eitthvað að bardúsa frammi og ég kom til hennar og sagði: Nú er ég reið! og Sigrún sagði: Ertu reið?
Þá svaraði ég: Nei, ég er pirruð og nú er ég reið! Þá segir Sigrún við mig, Af hverju ertu reið? og þá svaraði ég Af hverju?, Af hverju? Eins og það væri fáráðanlegt af henni að spyrja svona.
En sem sagt við fórum í heimsókn í Sandgerði í gær, eins konar aðlögun segir mamma af því að það styttist í að hún og pabbi fara til Barcelona og þá ætla ég að vera hjá Sigrúnu og Berki í Sandgerði á meðan, og mamma sagðist nú ekki hafa miklar áhyggjur af mér hjá þeim miðað við hvað ég er hrifin af þeim báðum og þau af mér, þetta verður ábyggilega voða gaman.
En pabbi minn er aftur farinn á Kárahnjúka og við mamma bara tvær heima þessa dagana, og við ætluðum nú að hafa það voða gott í dag og hanga bara heima, horfa á vídeó, vera í tölvunni, leika í búðaleik, ryksuga og skúra og fleira þess háttar. Og við gerðum flest af þessu en ég var í því að meiða mig, byrjaði á að klemma mig illilega á dúkkustól og svo sat ég í fanginu á mömmu og vildi ekki leyfa henni að sjá á mér puttann og sagði bara:
Hann er brotinn, hann er brottinn en mamma sagði mér að prófa að beygja hann og ég gat það og þá er hann víst ekki brotinn, enda er ég búin að gleyma þessu núna. Svo rak ég tærnar í tvisvar og datt kylliflöt á gólfið og svo endaði þessi hrakfallasaga þegar ég var í baði og ætlaði að hoppa ofaní en datt niður á gólf og mamma veit ekki alveg hvað gerðist eða hvar ég meiddi mig en ég meiddi mig mikið og grét mikið og hringdi í pabba en þá var síminn hans utan þjónustsvæðis svo ég varð að sætta mig við að mamma huggaði mig.
Nú svo ætlaði ég að fara að horfa á stundina okkar en datt útaf og get ekki vaknað, mamma er búin að reyna og reyna en ég bara sef, svo nú heldur mamma að ég vakni ábyggilega kl. 5 í nótt og vilji fara á fætur.
En ég segi bara góða nótt gott fólk og af hverju.
Ykkar Mirra Skotta