Veðrið og ÉG


Þetta er nú ekki einleikið með mig og veðrið!

Þvílík blíða búin að vera síðan ég kom úr sumarfríi, ykkur hinum til mikillar ánægju vona ég.  Við vorum einmitt að tala um það ég og Þráinn hvað það væri nú bara miklu skemmtilegra að vera bara í vinnu og gera svo eitthvað skemmtilegt í sólinni þegar vinnudeginum lýkur heldur en að vera í fríi í svona skítaveðri eins og við fengum.

Enda sýnist mér að þessi vika verði ansi skemmtileg hjá mínum manni.  Hann labbaði Fimmvörðuhálsinn á laugardaginn með vinnufélögunum og svo var Jón Ólafs fjármálastjóri hjá Maritech að bjóða honum með sér í siglingu á skútu núna í dag/kvöld í svona líka æðislegu veðri.  Meira að segja ég er spennt fyrir hans hönd.  Svo þetta stefnir í mikið skemmtilegri viku hjá honum núna heldur en fríið okkar saman.

Ekkert nýtt að frétta af eldhúsinu mínu, allir rólegir á þessum bæ, þurfum ekkert vatn í eldhúsið oþh.  En við vitum ekki hvað kom fyrir píparann okkar, hann hringdi á fimmtudaginn og sagði að bíllinn hefði bilað og svo er síminn alltaf utan þjónustusvæðis núna svo við verðum bara áfram róleg, enda er ég enn með uppþvottavélina tengda inní þvottarhúsi (hjúkk).

Ég er að fara til Óla Bogga á morgun í klippingu og strípur, hvað haldiði að verði spjallað um þar?  Þjóðhátíð örugglega því hún er jú um næstu helgi, skrítið að finna ekki til neins þó hún sé á næsta leiti, en við erum að spá í að fara kannski á næsta ári, þá er Ástrós Mirra orðin nógu stór til að ég verði ein taugahrúga þó teygist á beislinu og þá er ég líka til í að vera með tjald og elda kjötsúpu í tjaldinu, grilla pylsur ofl. og sjá skemmtiatriðin sem eru fyrir kl. 22 á kvöldin og jafnvel vera næstum því edrú, þori ekki að lofa alveg edrúmennsku því ég myndi nú alveg vilja fá mér smá hvítvín en ekkert meira.  Sem sagt fá nýja sýn á þjóðhátíð með barninu mínu, hvernig líst ykkur á það?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.