Þetta fullorðna fólk er svo skrítið….


Sko, morguninn byrjaði á því að Ástrós Mirra ætlaði ekki að geta vaknað, svaf mjög fast sem var talið vegna ættarmótsins um helgina.  En á endanum tókst okkur að vekja hana með því að tala um teiknimyndina sem var alveg að koma osfrv.  Og jú jú hún kom fram en byrjaði fljótlega að tala um að hún vildi ekki fara í leikskólann, hún vildi fá að vera í fríi og henni væri svo illt í maganum.

Já já byrjar frekar snemma að reyna að koma sér frá skólanum hugsuðum við foreldrarnir.  Nei góða mín, á okkar heimili hristir maður af sér slenið og drífur sig af stað.  Engan aumingjaskap hér eða skröksögur um magaveiki oþh.

Nú svo var daman drifin af stað eftir að hafa horft á allar litlu sætu kisurnar úr Kattholti, veit konan ekki hvað hún er að gera foreldrum sem EKKI geta verið með kettling (sem svo reyndar stækkar), elsku mamma hvenær flytjum við svo ég get fengið kettling?  Og fleiri bónir á sama veg sem erfitt er að standast.

En jæja daman var drifin á leikskólann og þar gekk illa að fá að fara, henni var illt í maganum (je wright) og hún saknaði mín svo ef ég myndi skilja hana eftir og og og.  Á endanum ákvað Jóhanna nýja fóstran að leyfa henni að vinka mér bless út um gluggann og það gekk nú svona og svona en ég hljóp af stað þóttist vera að missa af Strætó og passaði mig að líta ekki við svo ég sæi ekki sorgbitið andlit dóttur minnar á glugganum.

Og svo leit ég á klukkuna á símanum mínum og úps ég var í alvörunni að missa af Stætó og hljóp og hljóp og rétt náði honum, hjúkk.  Skipti um vagn í Garðabænum og tók annan sem fer alveg upp á Smárahvammsveg svo ég þurfti bara að labba í tvær mínútur.

Nú og svo fór ég bara að vinna og hugsa um sjálfa mig og vinnuna en þá er allt í hringt í GSM símann minn sem gerist nú ekki oft því ég hef ekki gefið kúnnunum upp númerið og þá er það leikskólinn að athuga hvort ég geti ekki komið og sótt Ástrós Mirru því hún sé orðin lasin, hafi gubbað á gólfið í leikskólanum og borðaði reyndar engan morgunmat því henni var svo illt í maganum.

Djísus kræst, hugsa ég og ég var bara með hörku við hana í morgun og og og og samviskubitið ætlaði alveg að drepa mig núna.  Hringdi í Þráin og bað hann að sækja mig og skutla í Hafnarfjörðinn og við ræddum þetta í bílnum hvers konar foreldrar við eiginlega værum að trúa ekki barninu okkar þegar það segir okkur að því sé ill í maganum og sé alveg að fara að gubba.   Aldrei aftur skal ég ekki trúa henni Ástrós Mirru minni (ok kannski gerist þetta einhvern tíma aftur en ég ætla að reyna að muna eftir þessum degi) því ef hún segir að henni sé óglatt og illt í maganum þá er henni það líklega.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.