Þá er búið að halda tvisvar uppá 5 ára afmælið hennar Ástrósar Mirru og gekk það bara rosalega vel en samt hefur konan verið eitthvað eftir sig því í dag sat hún með fartölvuna í fanginu og var að vinna við þýðingar á WiseFish kerfum Maritech en þau eru hönnuð á ensku og þarf svo að þýða á íslensku, en já meðan ég sat þarna og var að þýða þá bara allt í einu dottaði ég …..
já ég segi satt og rétt frá ég dottaði fyrir framan tölvuna í nokkrar sekúndur …. man bara ekki eftir að það hafi nokkurn tíma komið fyrir mig áður.
En vitiði hvað… ég trítlaði bara inní rúm og stillti gsm símann á hálftíma og lagðist uppí, blundaði nú ekki beint en hvíldist þó eitthvað og fór svo og sótti 5 ára skvísuna mína og hélt áfram að vinna.
Hellti reyndar uppá kaffi, kannski það hafi bjargað þessu.
Gleðigjafinn minn litli er að leika við pabba sinn hér við hliðina á mér og syngur “Upp með brækur niður með….” eitthvað aðeins brenglast textinn en flottur samt.
That’s all