Eftir 5 ára afmæli


Þá er búið að halda tvisvar uppá 5 ára afmælið hennar Ástrósar Mirru og gekk það bara rosalega vel en samt hefur konan verið eitthvað eftir sig því í dag sat hún með fartölvuna í fanginu og var að vinna við þýðingar á WiseFish kerfum Maritech en þau eru hönnuð á ensku og þarf svo að þýða á íslensku, en já meðan ég sat þarna og var að þýða þá bara allt í einu dottaði ég …..

já ég segi satt og rétt frá ég dottaði fyrir framan tölvuna í nokkrar sekúndur …. man bara ekki eftir að það hafi nokkurn tíma komið fyrir mig áður.

En vitiði hvað… ég trítlaði bara inní rúm og stillti gsm símann á hálftíma og lagðist uppí, blundaði nú ekki beint en hvíldist þó eitthvað og fór svo og sótti 5 ára skvísuna mína og hélt áfram að vinna.

Hellti reyndar uppá kaffi, kannski það hafi bjargað þessu.

Gleðigjafinn minn litli er að leika við pabba sinn hér við hliðina á mér og syngur “Upp með brækur niður með….”  eitthvað aðeins brenglast textinn en flottur samt.

That’s all

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.