Theater time

Je minn, Ástrós Mirra er búin að horfa á Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og svo rétt kíktum við á byrjunina á Síldin kemur síldin fer og Ó, my God hefur maður eitthvað breyst síðan þessi stykki voru sett á svið í Eyjum eða hvað?  Nei, nei, bara elst um 10-15 ár, þyngst um 20 kg og ég er RAUÐHÆRÐ Í Kardemommubænum og MJÓ, meira að segja gert grín af þvi að ég geti ekki eldað góðan mat því ég sé svo mjó, Ó hvað ég vildi að fólk gerði svoleiðis grín af mér aftur.  En nóg um útlitið þetta er ótrúlega skemmtilegt að horfa á þetta og allt liðið sem var með okkur í leikfélaginu geðveikt frábært lið.  Dæmi um Kamillu, hún er 10 ára í leikritinu en er orðin stór og fullorðin stúlka sem tók þátt í fyrsta Idolinu og Bubbi var svo hrifin af henni, hún er mjög stór núna en greinilega enn jafn skemmtileg og Jesper hann er æðislegur Þráinn með hár og Mjór og bara hreinlega allir þessir unglingar sem voru með okkur er harðfullorðið fólk og pabbar og mömmur og allt það.  En hvað segir það um mig?  Akkúrat það sem það á að segja.  Lítur út fyrir að vera 33 ára og ungleg og frábær kona.

Hvað finnst ykkur?  Á ég að verða rauðhærð aftur?

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.