Beauty and the Geek

Úff, ég sit hér heima með veika stúlku og horfi á einhvern raunveruleikaþátt sem heitir Beauty and the Geek.  Hvað er það?

Hvort er verið að gera grín að heimskum stelpum eða of gáfuðum strákum með ekkert félagsgen?  Ég átta mig ekki á því, finnst frekar erfitt að horfa á þetta, kannski vegna þess að mér finnst að það sé verið að gera grín að einhverjum eða öllum.

Samt við svona fyrstu horfum þá eru nú stelpurnar með vinninginn.

Ef við Þráinn værum eins og Beuty and the Geek núna þá er hann “örugglega” Beuty og ég The Geek, sitjandi heima að grufla í tölvunni, en hann uppí Skorradal í útilegu með vinnufélögunum.

Ég vona nú innilega að Ástrós Mirra verði orðin góð á morgun svo við getum drifið okkur þangað líka.  Spáir annars ekki SÓL?

Þetta verður nú kannski bara eina útilegan í sumar, því aðra helgi erum við að fara á ættarmót í Efri Vík á Kirkjubæjarklaustri og þar erum við búin að panta hús með Sigrúnu og Kollu ásamt Silju Ýr og Ástrós Mirru, nú þegar sú ferð er búin þá verður nú farið nokkrar helgar í bústaðinn áður en við förum til Tenerife.  Vá hvað ég hlakka til, sérstaklega núna eftir að Hafrún kom þaðan með alla bæklingana og myndirnar og upplýsingarnar um staðinn, frábært að fá svona þjónustu  TAKK HAFRÚN.

Svo endilega skoðið nýjasta myndbandið okkar, það tók Hafrún á Höfrungasýningu og þar er hægt að kaupa sig inná námskeið þar sem þú lærir að þjálfa og færð að synda með höfrungunum á sýningu seinna um daginn.  Ótrúlega flott, vá getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að láta höfrung ýta sér aftur á bak í vatninu eða vera að synda og höfrungur stekkur yfir þig.  Vóóó.

Þetta verður alveg frábær ferð hjá okkur, ég efa það ekki, sól og sandur, sjór og sundlaug og fullt af skemmtilegu fólki.  Vona bara að afi verði orðinn góður áður (sem hann verður líklega) en hann er á spítala núna, fékk lungnabólgu og er trúlega með blóðtappa í lungunum.  En hann var hressari í dag þegar ég heimsótti hann en í gær. Sagðist mest vera svekktur yfir því að vera ekki orðinn 18 ára því þarna væru svo fallegar stelpur, sjúkraliðar og hjúkkur.  Já þetta var sko líkt honum afa mínum sem ábyggilega stendur þetta af sér eins og allt annað enda er hann mesti jaxl sem ég þekki.  Sigldi á kolabát (og var í því að moka kolunum til að knýja bátinn áfram) til Nef jork eins og hann segir það, ásamt fleiri löndum, svo er hann með TATTO eins og allir góðir töffarar.

En látum þetta gott heita.
Kristín the geek or is it the beuty?

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.