24. júlí 2006
Vá það er eiginlega ótrúlegt að það séu liðnir 5 dagar og samt erum við búin að gera alveg helling og skemmta okkur vel.
Við fórum í Aqualand í dag en ekki að synda sjálf með höfrungunum, við ætlum í það seinna en við fórum í dag bara í sundlaugargarðinn og kíktum að sjálfsögðu á höfrungasjóið, það var æðislegt. Sara Rún var nefnilega hinum megin á eyjunni hjá Þórunni frænku sinni í nótt og við hittum þær/þau í Aqualand í dag og áttum sem sagt mjög góðan dag fyrir utan að Sara er smá bennd á öxlunum. Ástrós fer í snúningsrennibrautir eins og ekkert sé og skemmtir sér vel í svona, meira að segja Kristófer fór í eina alveg sjálfur því það má ekki fara saman, ég var nú svolítið stressuð yfir því því hann var fyrst búinn að segja að hann vildi ekki en svo ákvað hann að prófa og lét vaða. Ég fór nú bara í eina braut með honum og búið en það var líka nóg fyrir mig.
Í gær fórum við Klara á ströndina með litlu labbakútana okkar og þau undu sér ekkert smá vel þar en á meðan skruppu Þráinn og Alexander yfir á næstu strönd til að prófa JetSky og er Alexander í skýjunum eftir það. Þráinn alla vega lætur ekki eins mikið uppi um hvernig þetta var. Hann hefur greinilega meiri sjálfstjórn en Alexander.
Svo fórum við út að borða og fengum okkur svo rúnt á hestvagni hér um hverfið og félkk Alexander að halda í tauminn. Þjónarnir hér eru mjög hrifnir af Alexander því hann er alltaf í einhverjum íþróttabúningum frægra manna og þeir ræða svolítið við hann um liðin. Alexander bjargar sér ótrúlega vel í útlöndum maður starir nú bara stundum á hann, það sem hann þorir og getur.
Í fyrradag ?. hvað gerðum við nú aftur í fyrradag, já þá var laugardagur og við fórum í dýragarðinn Jungle Park og var það mjög gaman við vorum þar allan daginn og sáum tvö fuglasjó, annað með páfagaukum sem Alexander fékk að taka þátt í. Hann var látinn standa uppí áhorfendastúku og halda á smápening og þá kom einn fuglinn fljúgandi og tók peninginn úr lófanum á honum og flaug með hann yfir hinum megin og setti hann í baukinn. Svo var Alexander manaður að hafa hnetu í munninum og láta páfagaukinn koma fljúgandi og taka hana úr munninum á honum á flugi og hann gerði það með sóma strákurinn. Sara var eins og ljósmyndari í dýragarðinum, naut sín við að taka myndir og við látum kannski fylgja eina, tvær frá henni með í þessu en ég gat sett hennar myndir í tölvuna en ekki mínar. ;(
Ástrós og Kristófer skemmtu sér líka vel í dýragarðinum og voru leiðsögumenn fyrir okkur sem var bara fínt nema þegar við vorum að villast og alveg að kafna og þau í einhverjum pælingum. En já við sáum svo líka annað fuglasjó með alls konar stórum fuglum, Örn, Smyrill, Storkur og ég veit því miður ekki nöfnin á þeim en þeir flugu bara rétt yfir hausunum á okkur og vááá vænghafið á þeim sumum.
Ykkar TenerifeKristín
Ps. Hótelið okkar er ofan á verslunarmolli og svo er öll gatan okkar búðir fram og til baka en ? ég hef ekki fundið hjá mér þörf að fara í þær enda þekkt fyrir aðra hluti en þó á morgum ætlum við Sara að kíkja og Þráinn ætlar að PASSA litlu krakkana.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna