Rólegheitparexelans


25. júlí 2006

Það er hádegi og ég sit hér ein inni í íbúð, fór snemma út og setti handklæði á 3 bekki (eins og 100 aðrir) svo við gætum verið hér í dag í sundlaugargarðinum og átt rólegan dag.

Sara og Ástrós fóru áðan út í laug (Sara greyið svolítið brunnin) að leika sér og Þráinn var að rölta til þeirra en ég ætla að vera hér heima og steikja Nagga og franskar handa liðinu í hádegismat.  Klara og co er líka á leiðinni út að laug.

Í gær var 32 stiga hiti kl. 18 en við vitum ekki hvað hann mikill um miðjan daginn en það hefur verið eitthvað heldur meira.

Við Sara ætlum að kíkja í búðir á eftir og kaupa okkur pils og sjáum svo til hvort við sjáum eitthvað annað.  Það eru tvenn bikini skemmd eftir ströndina sandurinn smígur inní efnið og allt verður gráyrjótt.  Ég henti bikiníinu hennar Ástrósar í gær en Söru bikiní er nú ekki skemmt en það sér á því.

Við erum búin að hafa það mjög gott hérna og gera heilmargt en það þarf líka að slaka á, það er samt erfitt vegna krakkanna því þau eru ekki alveg til í það og svo finnst manni einhvern veginn að maður eigi að gera EITTHVAÐ á hverjum degi.  En sundlaug og búðarferð ætti að vera nóg allavega einn dag.

Annars eigum við eftir að gera alveg helling td. fara í Monkey park en það er garður sem er bara með öpum og víst hægt að fara inní búrin hjá þeim og vera svona meira með þeim en bara horfa, svo eigum við eftir að fara í LoroPark en mér skilst að hann sé algjört æði, alla vega segja það allir (nema Hafrún, mig minnir að henni hafi þótt Jungle park flottari, en það geta ekki allir verið sammála) og þar er víst Háhyrningasjó (Keikó og félagar) og Mörgæsirnar skemmtilegar og sitthvað fleira.  Við erum ekki alveg búin að ákveða hvort við eigum að taka bílaleigubíl eða hvað þangað en við ætlum að ræða það við fararstjórann í dag en þá er viðtalstími hjá þeim.  Eins ætlum við að athuga hvort ekki sé eitthvað Tívolí hér (þó það væri lítið þá er það betra en ekkert) og svo þurfum við að athuga hvort bleika vestið hennar Ástrósar hafi ekki fundist en við gleymdum því í rútunni þegar við komum.

Hótelið hér að mjög skemmtilegt og rosalega snyrtilegt það eru bónaðar stéttarnar hérna á morgnanna og allt smúlað og skúrað og íbúðirnar þrifnar daglega og skipt um handklæði 3 í viku sem dugir okkur og rúmlega það.

Ástrós og Kristófer eru alltaf að læra ensku eða spænsku til að geta talað við þjónana og gera ósköð mikla lukku þegar þau kalla á eftir þeim ?I love you? í staðin fyrir ?Grasias? (afsakið en ég kann ekki að skrifa spænsku).

Jæja ætla að huga að hádegisverði handa okkur og vera svolítið húsmóðursleg í mér núna en það er ekki víst að það verði mikið oftar.

Ykkar TenerifeKristín

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.