Jæja þá er komið að því að fara í fyrsta viðtalið hjá félagsráðgjafa á morgun 14. sept. en þá eru liðnir 2 mánuðir síðan við fengum bréfið frá ráðuneytinu þar sem þeir biðja Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar að fara yfir okkar mál með tilliti til ættleiðingar. Þessari vinnu á að vera lokið fyrir 1. október nk. þannig að það er eins gott að þeir hafi hraðar hendur eða þá að við þurfum kannski bara svona fá og stutt viðtöl, vonandi.
Svo förum við 20. – 21. október og 11. nóvember á undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu og er það haldið uppí Hvalfirði á hótel Glym hjá henni Hansínu frænku minni. Okkur finnst það mjög spennandi, þarna verður farið yfir ýmsa praktíska hluti varðandi það að ættleiða barn frá fjarlægu landi. Hvað það þýðir í raun í veru og hvort maður sé tilbúinn til þess.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna