Eftir fyrsta fundinn


Jæja, þá er fyrsti fundurinn búinn og ekki hægt að kvarta yfir því að við höfum ekki talað, konugreyið átti fullt í fangi með að skrifa niður það sem við sögðum.  Skil reyndar ekki af hverju þau eru ekki með diktafóna í svona viðtölum þar sem þarf að skrifa greinagerð eftir samtali.

En við þurftum sem sagt að segja frá æsku okkar og hvar við hefðum búið oþh. Síðan menntun, atvinnusaga og fleira í þeim dúrnum.  Eins þurftum við að telja upp systkyni okkar og börnin þeirra og það er víst mjög jákvætt hvað systkynin okkar eiga af börnum og að þau séu þetta ung (þe. börnin).

Við eigum að koma aftur í viðtal næsta fimmtudag og þá verður félagsráðgjafinn búinn að vélrita þetta upp og við bætum inní og lagfærum það sem við á.

Svo ætlar hún að koma einu sinni heim til okkar til að sjá hvernig við búum og spjalla við Ástrós Mirru og hennar viðhorf til systkyna án þess að segja henni hvað sé framundan.
Eins mun félagsráðgjafinn þurfa að ræða við einhvern nákominn okkur og sagði td. mömmu þína og benti á mig en þar sem mamma er á eilífum farandsfæti þetta haustið ætlum við að biðja félagsfræðinginn að tala bara við Klöru systir (ef það má) hún þekkir okkur bæði svo vel enda að hluta til alin upp hjá okkur.  Já það einmitt gleymdist að setja það í sambúðarsöguna.

Við komumst að því þegar við fórum að segja frá æskunni og því öllu að við Þráinn eigum ekki mikla fortíð án hvors annars það er nú nokkuð ljóst, enda mun fleiri ár sem við höfum búið saman en sundur.  Vona að það virki vel í Kína.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.