Róleg jól

Jæja þá er bara vinnudagur á morgun, skrítið hvað þessi jól líða hratt þegar þau eru komin.  En samt er það kannski ekkert skrítið, það er búið að smámagna uppí manni jólastemmningu allan desember og svo eru þetta bara 3 dagar og allt búið.
En við erum búin að eiga óskaplega róleg jól, vorum hér 3 á aðfangadag og Ástrós Mirra las á pakkana með smá hjálp frá mér og gekk það frekar hratt fyrir sig en örugglega samt.
Takk allir kærlega fyrir okkur.

Fórum svo í jólaboð til mömmu og Sigga í gær og þar var setið til klukkan 22 að spila ofl.  Frábært.

Í dag er svo jólaboð hjá okkur, þe. mamma, Siggi, amma, Kolla og Steina koma í mat og við erum samt bara pollróleg því svona jólamatur er svo þægilegur.  Bara setja í ofninn og bíða.  Meðlætið kemur oftast úr krukkum og beint í skál og svo bara að brúna kartöflurnar.  Ég er svo oft að æða inní eldhús og ætla að gera eitthvað því mér finnst að ég hljóti að þurfa þess en nei, það er ekkert að gera nema chilla þar til nær dregur og hægt er að brúna kartöflur og setja á fatið.

Nú á morgun er svo venjulegur vinnudagur.  Allt búið eftir allt saman eða hvað, nei áramótin eru náttúrulega eftir og ætlum við litla fjölskyldan að vera enn og aftur í rólegheitunum.  Klara systir verður líklega með okkur á gamlárskvöld og við opnum líklega eina, tvær hvítvín í tilefni dagsins, borðum góðan mat, skjótum upp nokkrum rakettum og látum svo gott heita.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.