Pappírsfjallið

Síðasta skrefið í þessu pappírsfjalli var stigið í dag þegar ég fór með öll frumritin og lét stimpla þau Notarius Publicus stimpli hjá Sýslumanni.
Á morgun verður farið með alla hrúguna niður á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar og munu þau sjá um að senda pappírana í utanríkisráðuneytið og kínverska sendiráðið (eða ég vona að ég hafi ekki misskilið það).
Þá ættum við að vera formlega komin í hóp 25.
Vá hópur 15 er úti núna og fengu börnin sín í fangið á aðfangadag, ég vona að það verði ekki lengri bið en þessir 18 mánuðir sem við erum búin að vera að reikna með.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.