Fríið bráðum búið.

18.7.2007
Þá fer að líða að lokum sumarleyfis hjá mér. Búin að vera tæpar 3 vikur á Costa Del Þingvöllum og hafa það eins og blóm í eggi. Sólin hefur aldrei skinið svo mikið á okkur í fríinu okkar ef frá er talið Tenerife í fyrra. Ég er held ég jafnbrún núna og þá og ég ligg samt aldrei í sólbaði.

Við erum búin að gera fullt af skemmtilegum hlutum eins og maður á að gera í sumarleyfum en við erum líka búin að slappa af og þá meina ég slappa af, því ekki vorum við á flótta undan óveðri eins og í hitteðfyrra og ekki vorum við á milljón að eltast við allt sem við yrðum að gera af því að við værum hér í svo stuttan tíma og mættum ekki að missa af neinu.

Nei við erum akkúrat búin að gera það sem við vildum gera.

Smíða Mirrukot, klára að mála litla geymsluskúrinn, bera skít á tréin og kaupa okkur tré og blóm og vökva og vökva og vökva, bæði blóm og menn. Við höfum líka farið í sund og skemmtigarða, ss. Slakka, Töfragarðinn og Tívolí. Við höfum farið í gönguferðir uppá fjall og inní dal og baðað okkur í heitum lækjum. Og svo það er mikilvægast, við erum búin að gleyma vinnunni og það er nú talsvert, ekki verið nettengd í mest allan tímann og svo þegar við duttum inná netið þá var vinnupósturinn ekkert endilega skoðaður. Þetta er jákvætt og það verður bara gaman að fara að vinna aftur eftir svona gott frí. Erum þó í smá vandræðum með Mirru Skottu í eina til tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi en svo fer hún á námskeið hjá Björkunum í ágúst og svo fer skólinn bara að byrja eftir það. Vá, skrítið. Það er mitt sumar núna og samt finnst manni stutt í haustið, því jú það byrjar þegar skólinn byrjar.

Þangað til næst,
Kristín

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.