Pílagrímsferðin okkar

29.6.2007

Við skruppum 4 ættliðir í pílagrímsferð til Stokkseyrar í gær, við höfum gert þetta undanfarin ár og þá aðallega til að bjóða ömmu í ferð þangað.  Svo bættist mamma í hópinn í fyrra og þetta er bara mjög gaman.
Amma hefur svo gaman að koma á æskuslóðirnar sínar (og reyndar hafa hennar æskuslóðir breyst hvað minnst af öllum slóðum á Íslandi) og mamma var þarna líka talsvert mikið sem lítil stelpa.

Við Ástrós hlustum bara á þær tala um gamla tíma og reynum að læra eitthvað af þeim.

Við fáum yfirleitt ofsalega gott veður og það var einnig í gær nema á Stokkseyri, þar var ískalt og hávaðarok, svo um leið og við keyrðum yfir til Þorlákshafnar þá duttum við aftur inní sól og hita, skrítið.

Við heimsóttum Báru í Þorlákshöfn sem fær ekki oft svona merkilega heimsókn, 4 ættliðir og var mjög ánægð að sjá okkur og við hittum einnig vel á hana því Silja dóttir hennar var að koma frá Danmörku í frí en hún hefur búið þar í 10 ár.  Svo var Jenný dóttir hennar líka í heimsókn svo við hittum vel á.

Það var verið að tala um auglit ofl. þarna í gær og Laufey amma og Sigmundur afi voru með svo brún augu en Jens maðurinn hennar Báru hann var bláeygður og Báru langaði svo í brúneygt barn og eignaðist 11 börn sem öll urðu bláeygð.  Hún sagðist ekki hafa ætlað að gefast upp á brúnu augunum og svo hló hún.  Skemmtileg kona hún Bára alltaf, kalla hana frænku þó hún hafi verið gift frænda mínum.

Svo enduðum við Mirra Skotta á að fara með Sveindísi, Helgu Rós og Eddu Sóley í Hellisgerði að sjá leikritið Dýrin í Hálsaskógi, frábært framtak hjá krökkunum að vera svona sýningu utandyra í sumar.  Tek ofan fyrir ykkur.

Þangað til næst,
Kristín

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.