Yfirmáta myndarleg

Jæja, þá er búið að mála Mirruherbergi og Svefnherbergið okkar og koma þau æðislega vel út.

Mesta vinnan lenti nú á Þráni mínum því ég kann minna að mála en hann og svo tók ég uppá því að fá eitthvað í magann í gær og verða hálfaumingjaleg.  En ég var þeim mun duglegri að koma öllu fyrir aftur í herbergjunum og vorum við búin að því kl. 11 í morgun.

Sara skvís fékk að gista í nótt og eru stelpurnar búnar að baka köku og svo ætlum við að skreppa í bústaðinn á morgun þannig að þetta verða bæði vinnupáskar og frípáskar, gott að geta fengið bæði.

Spáin er fín og ég ætla að hitta Konný og taka eitthvað af myndum með henni og njóta lífsins með fjölskyldunni.

Þangað til næst,

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.