Fjölskyldustund


Við erum að spjalla saman um að karlmenn og konur eigi að ganga jafnt til verka heimafyrir og Þráinn segir við Ástrós Mirru að hann trúi því að þegar hún velji sér eiginmann þá muni hún velja einhvern sem er eins og hann sjálfur.

Þá svarar Ástrós Mirra:  Pabbi ég ætla að velja mann sem skemmtilegur, fyndinn, góður og vinnur heimilisverkin, alla vega eitthvað.

Þá förum við Þráinn að skellihlæja og segjum að þá sé hún að velja mann sem er alveg eins og pabbi hennar og hún lítur á okkur og brosir og segir, ég fattaði það ekki.  Smellti síðan kossi á pabbi sinn og er rokin í símann að hringja í hana ömmu til að taka við hana viðtal um hvernig lífið var þegar hún var lítil.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.