03.08.2016
Fyrsta pizzan sem ég geri því Þráinn hefur haft þetta sem sérgrein en mig langaði að prófa pizzabotn með lyftidufti því mér líkar ekki bakstur með þurrgeri og hann vinnur svo mikið meira en ég og ég svo dugleg að baka undanfarið að það varð bara að prófa og jeminn þetta var svo fljótlegt og auðvelt.
4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 dl. olía
1 1/2 dl. súrmjólk
pizza krydd
Allt sett í skál og hrært saman með skeið þar til allt er komið saman,
þá hnoðað saman á borði með smá hveiti, og flatt út á ofnplötu. Betra að hafa bökunarpappír undir.
Síðan er sett annað hvort Pizza-Pronto eða bara tómatsósa og síðan áleggið sem getur verið það sem er til í það og það skiptið, skinka,ananas,pepperoni,sveppir,
laukur. Síðan pizzaostur niðurrifinn í poka.
Bakað við 200 gráður í 15-20 mín.
Og svona líka góð, nammi namm, þessi verður bökuð svo mikið oftar á þessu heimili.
ykkar, Kristin á Nesan
P.s. ný útfærsla gerð 3 dögum seinna og þá svona:
4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 dl. olía
1 1/2 dl. mjólk
1 msk. rjómaostur
pizza krydd
Síðan setti ég tacosósu ofaná í staðinn fyrir pizzasósu og skinku, papriku, púrrulauk, gular baunir, ost og sveppaost.
Grilluð á steinplötu á útigrilli.