Ostakaka með kara­mellu sem slær í gegn…

16.12.2016

 

Ostakakan hennar Berglindar er bæði falleg og bragðgóð.
Ostakak­an henn­ar Berg­lind­ar er bæði fal­leg og bragðgóð. Berg­lind/?Gul­ur Rauður Grænn og Salt

“Þessi kaka sam­ein­ar hvort tveggja osta­köku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn,” skrif­ar Berg­lind sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu Gul­ur Rauður Grænn og Salt. Berg­lind deil­ir svo með les­end­um sín­um upp­skrift af góm­sætri osta­köku með Dumle-kara­mellu og makkarónu­botni.

Hrá­efni:
Botn

  • 130 g makkarónu­kök­ur
  • 100 g smjör, brætt

Fyll­ing

  • 300 g rjóma­ost­ur
  • 130 g flór­syk­ur
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • 5 dl rjómi þeytt­ur

Kara­mellukrem

  • 150 g sýrður rjómi
  • 200 g Dumle-kara­mell­ur

Aðferð:

  1. Blandið smjöri og muld­um makkarón­um vel sam­an. Setjið í formið og breiðið var­lega úr blönd­unni (ekki þrýsta mjög fast niður).
  2. Hrærið rjóma­ost, flór­syk­ur og vanillu­dropa vel sam­an og blandið síðan þeytt­um rjóma sam­an við. Hellið blönd­unni ofan á makkarónu­botn­inn og sléttið vel úr.
  3. Bræðið sýrða rjómann og Dumle-kara­mell­urn­ar var­lega í vatnsbaði. Kælið kara­mellusós­una og hellið síðan yfir blönd­una í form­inu. Frystið.
  4. Berið kök­una fram hálf­frosna með berj­um og/?eða berjasósu með.
Berglind notaði Dumle-karamellur í kökuna sína.
Berg­lind notaði Dumle-kara­mell­ur í kök­una sína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.