16

14.11.2016

16

Já tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og skáldið sagði, í dag er mirran mín 16 ára.  Ég segi ekki að mér finnist það hafa verið í gær sem hún fæddist því það finnst mér ekkert, enda margt og mikið búið að gerast á þessum 16 árum.

En í rauninni hefur þessi stúlka verið í hjörtum okkar Þráins miklu lengur því við biðum ansi lengi eftir henni og hún hefur svo sannarlega verið biðinnar virði.

Lífið er ekkert alltaf dans á rósum þó það virðist svo á Fésbókinni.  Við erum alveg búin að eiga okkar verri stundir en þær góðu eru að sjálfsögðu þær sem lifa.

Það hefur ekkert verið auðvelt fyrir 11 ára gamla stúlku að flytja til nýs lands og fara frá öllu því sem hún þekkti og öllum sem hún þekkti.  En þessi stúlka klárar sig í gegnum flest með stæl og gerir allt vel sem hún vill.

Hún er viljasterk, góðhjörtuð, morgunfúl, dýravinur, töffari, réttsýn og margt margt fleira.  Hún vill ekkert að ég sé að segja svona hluti og því verður þetta bara stutt.

Líf mitt væri fátækara ef ég hefði ekki eignast þessa stúlku sem hér birtist í myndaröð að sjálfsögðu.

Til hamingju með 16 árin elsku Ástrós Mirra mín.

Fyrsta sónarmyndir nokkurra vikna fóstur og ein mesta gleðistund lífsins að fá að sjá þetta kríli.

Fyrsta ljósmyndin sem pabbi hennar tók af henni í súrefniskassanum.

1 árs

2 ára

3 ára

4 ára

5 ára

6 ára

7 ára

8 ára

9 ára

10 ára

11 ára

12 ára

13 ára

14 ára

15 ára

og næstum 16 ára

Til hamingju með afmælið þitt elsku Mirran mín, þín mamma (og pabbi).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.