Verkstjórinn…

17.01.2017

Það er verið að fara að skikka mennina hjá Sølaminering (sem Þráinn vinnur) til að nota hjálma í vinnunni og það alltaf.  Eitthvað eru menn missáttir við það og hafa spunnist miklar umræður um þetta.

Þráinn minn er harður á því að fyrirtækið þurfi þá að láta þá hafa hjálma með útvarpi í og mikrofon svo þeir heyri í vinnufélögunum og geti tengt símann sinn við hjálminn og heyrnaskjólin sem eru á hjálminum.

Sumum fannst það nú óþarfi, menn þyrftu nú ekki að nota símann í vinnunni, en minn maður sagði að það væru nú sumir sem þyrftu að tala við verkstjórann og sérstaklega þegar menn væru að vinna langan vinnudag, hinir voru á því að hægt væri bara að labba til hans ef það þyrfti að ræða eitthvað en þá sagði Þráinn:  Sko ég er með einn verkstjóra hérna og einn annan heima og þarf bara að geta talað við þá báða reglulega og ef ég er með símatengingu í hjálminum þá þarf ég ekki að hætta að vinna þó ég tali við þá.

Mér finnst gott að vera komin með titil því þá er kannski ekkert angúast við því sem ég er að organisera og skipuleggja fyrir fjölskylduna því það ber jú verkstjóranum að gera.

En kallinn minn átti afmæli í gær og ég var búin að plana alls konar sem varð að engu þar sem ég ligg í flensu, en ég varð að fara á fund í Mandal í gær til að skrifa undir leigusamning vegna Marnafoto studio þar sem ég var að taka yfir sem aðalleigutakinn og Gro og HP ætla að leigja af mér eða með mér.  Og þá datt mér í hug að fara bara og kaupa sushi handa mínum manni og gleðja hann þannig sem tókst hann var auðvitað bara dálítið hissa þar sem ég borða ekki sushi (ég hef smakkað það en langar ekkert í það aftur) svo það var pínu dekur frá minni hálfu en aðaldekrið verður bara um næstu helgi því þá verð ég orðin góð, þe. ég ætla mér það.

Held þetta sé lengsta flensa sem ég hef fengið hér í Noregi var orðin slöpp á laugardaginn en svo veik á sunnudaginn og nú er miðvikudagur og ég alls ekkert að batna.  En ég held að ég sé bara ákveðin í því að vera betri í dag en í gær og svo enn betri á morgun og kannski bara vinnuhæf á föstudaginn.  Gott plan ekki satt?

En alla vega þá ætlar verkstjórinn að henda inn nokkrum myndum af gamla í tilefni gærdagsins sem var reyndar svolítið flott dagsetning 17 01 17

 

Til hamingju með daginn þinn gamli – knús og klem frá mér.

 

Hann getur multitaskað betur en ég

 

 

Hann reyndar getur næstum allt.

Hann er fyndinn.

Hann er töffari

Hann er hjálplegur

Hann er góður

Og umfram allt, hann elskar mig

Hipp hipp hurra fyrir þér Þráinn Óskarsson

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.