Vá það sem við erum búin að eiga frábærar tvær vikur undanfarið með bræðrum okkar Þráins og fjölskyldum þeirra en í dag fóru Snorri og Anna og krakkarnir og það er svoooooo tómlegt í húsinu og við strax farin að sakna þeirra allra.
Við erum nú búin að bralla ýmislegt undanfarna daga saman, skoða okkur um, njóta samveru, fara á ströndina en ég held nú að það standi uppúr vatnsstríðið sem Þráinn kom á hérna í garðinum. En hann keypti nokkrar vatnsbyssur og svo var blásið til styrjaldar og við fengum meira að segja leyfi til að nota garðinn við hliðina í þetta.
Krakkarnir voru nú alveg að fýla þetta í botn en ég hafði nú ekki úthald að hlaupa mikið og skjóta en gerði það sem ég gat. Allir rennblautir og glaðir það kvöldið.
Við enduðum á yndislegri göngu um Mandal í gær þar sem við byrjuðum á að labba uppá Uraniumborg en það er að sjálfsögðu staður sem allir verða að fara á sem koma til Mandal því þar hefur þú útsýni yfir allan bæinn.
Snorri var duglegur að taka myndir og ég greinilega að taka myndir af Snorra að taka myndir, ha ha ha.
Þráinn, Ástrós og hundarnir voru fyrst uppá topp en já við erum að passa hund sem heitir Jack og því hefur nú fjörið hjá Óskari Orra og Kötlu Dís verið enn meira, 2 hundar og 2 kettir, þetta gerist nú ekki skemmtilegra.
Sæti minn aðeins að hvíla meðan aðrir komust uppá topp.
Svo röltum við yfir Adolph Tidermansbroa til að skoða Ulsevika en það var auðvitað ýmislegt skoðað á leiðinni.
Eins og flott hús
og leikvellir
Alltaf gott þegar fólk finnur barnið í sér og leikur bara við börnin sín.
Anna tók smá Ítalíu æfingu við La Strada veitingarstaðinn.
Svo nálgumst við Ulsevika
Og þar var eins og börn og hundar hefðu fengið rakettu í rassinn því þau nutu sín svo vel.
Þetta er náttúrulega alveg dásamlegur staður eins og svo margir staðir hérna í kringum okkur.
En já svo var kveðjustund í dag en við sjáumst aftur eftir innan við 3 vikur svo þetta er allt í lagi.
Nú fer að koma mikil tilhlökkun í okkur að mæta á klakann og hitta fullt af fólki og skoða og sýna gestinum okkar landið okkar og njóta samveru með öllum.
Takk elsku Anna, Snorri, Óskar Orri og Katla Dís, þið eruð yndislegir gestir og lítið þurftum við að hafa fyrir ykkur en þess meira að njóta með ykkur.
Þangað til næst,
ykkar Kristín á Nesan og Þráinn, Ástrós Mirra, Erro, Jack, Nói og Nala biðja öll að heilsa.