Almost there…

Jæja nú eru bara tveir dagar í Íslandsför okkar fjölskyldunnar og ekki laust við að spennan sé farin að gera vart við sig.

Samt var ég bara að byrja að pakka í tösku áðan sem er mjög seint fyrir mig og mína skipulagssýki en svona er þetta ég er bara orðin svona væflari í staðinn fyrir dúer.  Hvað er það?

Ég er auðvitað komin með niðurnjörvað plan fyrir þessar 2 vikur sem verður svo örugglega kollvarpað af einhverju óvæntu og skyndilegu en því ætla ég bara að taka fagnandi.  Ég reyndar er bara svo glöð að Þráinn sé kominn í sumarfrí með okkur Mirru að ég er nánast syngjandi.  Og í tilefni þess var honum bara skellt í myndatöku.  Nei án djóks, hann er að fara að taka mótorhjólapróf á Íslandi og þarf að hafa með sér passamynd og maður hefði nú ætlað að þær væru til í tugatali á þessu heimili en því fer nú fjarri svo við drifum okkur bara í Mandal í dag og jú jú mig langaði líka í nýja profile mynd svo hann tók nokkrar myndir af mér og svo tók Mirra myndir af gamla settinu.

Hér sjáiði svo okkur og gott fyrir ykkur heima á Íslandi að hafa séð glænýjar myndir svo þið þekkið okkur aftur eftir ja 3 ár síðan Þráinn var á Íslandi en bara rúmt ár síðan ég og Mirra komum síðast.

Hlakka til að heimsækja Ísland og eitthvað af ykkur eða þið okkur en eins og allir vita sem hafa búið erlendis þá vinnst aldrei tími til að gera allt sem maður vill gera og við ætlum að túrhestast fyrri vikuna þar sem Mirra og Kevin verða með þá og við að sýna Kevin Ísland í fyrsta sinn.  Seinni vikan er meira óráðin þó búið sé að nefna matarboð hér og þar þá gæti nú vel farið að því yrði að breyta en þannig er bara lífið og við ætlum nefnilega að reyna að njóta sem allra allra mest.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

ps. já Þráinn ljósmyndarasonurinn tók þessar myndir af mér og Mirra tók myndirnar af okkur saman svo þið sjáið að þessar myndir eru teknar af allri fjölskyldunni því ég tók svo auðvitað myndirnar af Þráni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.