Fiskisúpan mín

Ég hef aldrei gert fiskisúpu áður því mér hefur alltaf fundist allar uppskriftir svo mikið vesen, margar tegundir af fiski eða skelfisk, og svo er alltaf fiskisoð…. bíddu hvar fæ ég það?  Þannig að já ég hef bara aldrei gert fiskisúpu en ég er orðinn svo mikill mathönnuður í dag og ef ég td. er að keyra sem er eitt það leiðinlegasta sem ég geri því mér finnst tímanum eytt í svo mikla vitleysu (allt annað að sitja við hliðina á bílstjóra og geta notið útsýnis og umhverfis) þá fer ég að hugsa um hvað á að hafa í matinn og byrja kannski bara að hann í huganum og svo kemur einhver uppskrift sem ég dríf mig heim og skrifa niður eða hreinlega elda.

Og þetta gerðist núna nýlega ég fékk hugmynd.

Fiskisúpan mín

1 pakki fiskisúpa Bergens með gulrót, púrru og graslauk.
púrrulaukur brytjaður niður
1 fiskiteningur
lax
vatn og mjólk og lettromme sem er líkt og sýrður rjómi
dill og sitronupipar
3 skeiðar rautt pesto

Ég byrjaði á að setja vatn í pottinn og maður mælir ekki svona heldur setur bara slurp og einn fiskitening úti, síðan bætti ég álíka magni af mjólk og vatni og svo súpuduftinu, hrærði þetta vel og leyfið að krauma meðan ég brytjaði púrruna niður og setti útí.  Ég notaði bara gula partinn í þetta sinn.  Svo bætti ég slurk af Lettromme eða ca. hálfa dós og skar svo niður 2 lítil laxastykki, lét malla í smá stund (ekki of lengi) og kryddaði með dill og sítrónupipar og já svo endaði ég á að setja 3 desertskeiðar af rauðu pesto útí og viti menn þessi súpa gefur súpunni sem við fengum á hótelinu ekkert eftir og verður örugglega elduð aftur enda svoooo auðveld og lítið mál að gera.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.