Í bíó…

Ég var í bíó með Völlu og við höfðum keypt okkur langlokur sem hreinlega voru ekki góðar, við reyndum þó að borða þær en áður en ég er hálfnuð ákveð ég að fara og kvarta ekki bara til að fá endurgreitt heldur líka svo þau sem reka bíóið geti lært af reynslunni.

Ég kem að sjoppunni og sé að það er búið að loka henni en í herbergi á bakvið er stór maður sem virðist vera að tala við sjálfan sig, ég labba á bakvið afgreiðsluborðið og ætla inn til hans þegar óþægilegt hljóð byrjar í headsettinu á símanum mínum en þetta bíó er sko þannig að þú færð hljóðið í gegnum app á símanum.  Ég hugsaði með mér að ég hefði ábyggilega misst signalinn en ætlaði nú samt að kvarta við kallinn yfir langlokunum og ég labba inn en þá sendir hann mér illt auga og ég bendi á eyrað á mér sem átti að vera spurning “ertu í símanum” og hann kinkar kolli.  En leiðinlega pípið í mínum síma hættir ekkert og ég hugsa með mér ég mun ekkert heyra hvað kallinn segir þegar kemur að því að tala við hann fyrir þessu andsk. pípi og fer í einhverju fáti að leita að símanum mínum til að slökkva á þessu en held á tveimur langlokum svo þetta er smá vesen, stórt veski og síminn ábyggilega á botninum.  Djö er þetta píp orðið pirrandi.  Hvar er síminn?  Andsk. ég er að verða biluð og róta og róta í veskinu mínu en …..

vakna svo og fatta að þetta er vekjaraklukkan sem er að hringja.

Ég hef sko aldrei farið með Völlu í bíó og myndi nú alltaf kaupa mér popp en ekki langloku.

En mikið leið mér betur þegar ég var búin að slökkva á vekjaranum sem ég “By the way” stillti til að vakna snemma til að athuga hvort þessi morgun yrði eins fallegur og í gær því þá ætlaði ég út fyrr og labba aðeins lengra með myndavélina.  En engin morgunsól og ég enn í hálfgerðu rugli eftir þennan draum.

Ykkar Kristín Jóna sem ekki hefur bloggað í marga mánuði, kannski andinn sé kominn aftur.

ps. það er ekki til nein mynd á internetinu af konum í bíó að borða langlokur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.