Það sem þarf:
Kjúklingabringur – Sveppi og mikið af þeim – parmesan ost – smjör – hvítlauk – rjóma
Steikja kjúklingabringur á pönnu í smjör, ég skar bringurnar í ca. 5 parta til að bara vera viss um að þær væru steiktar í gegn.
Kjúklingurinn svo tekinn af og sveppirnir steiktir í smjöri, hvítlauk bætt úti og svo rjómanum og þá bringurnar aftur settar á pönnuna og endar á að rífa eins mikið af parmesan og þú vilt. Ég krydda með salti og grillkryddi og hvítlaukspipar.
Ég hafði hrísgrjón með en gæti vel ímyndað mér þetta gott með kús kús og fersku salati.
Njótið
Ykkar Kristín Jóna