Ljúffeng og mjúk kanilsnúðakaka sem tekur enga stund að útbúa

N

Ef þér finnst snúðar og kanilsnúðar góðir þá er þessi kaka fullkomin fyrir þig.

Hér er uppskrift að dásamlegri kanilsnúðaköku. Það tekur enga stund að gera hana og hún er mjúk og ljúffeng – frábær með kaffi eða mjólk.

Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheitsem deilir hér með okkur þessari uppskrift að kanilsnúðaköku.

Það sem þarf

  • 175 gr smjör
  • 2 ½  dl sykur
  • 2 egg
  • 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk (ég nota bara það sem ég á, í morgun blandaði ég saman sýrðum rjóma og létt ab-mjólk)
  • 4 ½  dl hveiti
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 msk lyftiduft
  • smá salt

Fylling

  • 1 dl sykur
  • 3 msk kanil

Yfir kökuna

  • 2 msk smjör

Aðferð

Hitið ofninn í 175°.

Hrærið smjör og sykur mjúkt og ljóst.

Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þar á eftir sýrða rjómanum.

Bætið þurrefnunum saman við og hrærið vel saman.

Blandið sykri og kanil í fyllinguna saman í annarri skál.

Smyrjið formkökuform.

Látið helminginn af deiginu í formið, stráið helmingnum af fyllingunni yfir, látið seinni helminginn af deiginu yfir og endið á að strá restinni af fyllingunni yfir kökuna. Leggið smjörklípur yfir kökuna og bakið í ofni í 45-60 mínútur (fer eftir stærð á formi).

Takið út og njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.