Ljúffeng og mjúk kanilsnúðakaka sem tekur enga stund að útbúa

Ljúffeng og mjúk kanilsnúðakaka sem tekur enga stund að útbúa

N

Ef þér finnst snúðar og kanilsnúðar góðir þá er þessi kaka fullkomin fyrir þig.

Hér er uppskrift að dásamlegri kanilsnúðaköku. Það tekur enga stund að gera hana og hún er mjúk og ljúffeng – frábær með kaffi eða mjólk.

Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheitsem deilir hér með okkur þessari uppskrift að kanilsnúðaköku.

Það sem þarf

  • 175 gr smjör
  • 2 ½  dl sykur
  • 2 egg
  • 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk (ég nota bara það sem ég á, í morgun blandaði ég saman sýrðum rjóma og létt ab-mjólk)
  • 4 ½  dl hveiti
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 msk lyftiduft
  • smá salt

Fylling

  • 1 dl sykur
  • 3 msk kanil

Yfir kökuna

  • 2 msk smjör

Aðferð

Hitið ofninn í 175°.

Hrærið smjör og sykur mjúkt og ljóst.

Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þar á eftir sýrða rjómanum.

Bætið þurrefnunum saman við og hrærið vel saman.

Blandið sykri og kanil í fyllinguna saman í annarri skál.

Smyrjið formkökuform.

Látið helminginn af deiginu í formið, stráið helmingnum af fyllingunni yfir, látið seinni helminginn af deiginu yfir og endið á að strá restinni af fyllingunni yfir kökuna. Leggið smjörklípur yfir kökuna og bakið í ofni í 45-60 mínútur (fer eftir stærð á formi).

Takið út og njótið!

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.