Ha ha ha vá hvað ég tengdi þegar ég sá þennan sketch í skaupinu. Það byrjaði nefnilega þannig hjá mér fyrir rúmu ári að ég var farin að sofa svo illa svo mig langaði í svona úr til að geta mælt svefninn hjá mér. Ég fékk svo bara ódýrt (ekki merki) smartúr sem mældi svefn, skref, púls, blóðþrýsting og sýndi ef ég fékk skilaboð. Ég byrjaði auðvitað að hlaða úrið og finna app og tengja saman. Svo byrjaði spennan er ég að sofa illa eða ekki? Ha, já í alvöru þá var ég ekki viss, er þetta lítill og lélegur svefn eða er eitthvað annað að mér og næstu daga og vikur þá var mælt og 2 – 3 göngutúrar teknir því auðvitað varð að mæla skrefin líka (je right). Ekki gekk ég lengra eða oftar þótt ég hefði þessa græju á handleggnum. Púls og blóðþrýstingur er alltaf í góðu lagi hjá mér og ef eitthvað er, frekar lágt en í góðu lagi svo ekki þurfti nú að vera að mæla það aftur og aftur en þá að svefninum. Hann var ekki góður djúpur svefn aldrei meira en 1,5 tími til 2 tímar enda ég svo þreytt alla daga og ekki varð ég hressari við að sjá þetta.
En hann Þráinn minn sefur svo vel, hann leggst bara á koddann sinn og er oftast sofnaður innan 10 til 15 mínútna en ég ligg lengi og finnst ég sofa svo laust og finnst svona eins og ég liggi ofan á svefninum og úrið staðfesti þetta auðvitað því ég er í djúpsvefni svo stutt. Þá dettur mér í hug að mæla svefninn hjá Þráni og fá viðmið hjá þeim sem sefur vel og sofnar fljótt. Og viti menn hann er í djúpsvefni í 2 – 2,5 tíma svo …….. úps mér bara brá og fór svo að lesa og komst að því að þetta er bara nokkuð normalt svo ég tók af mér úrið og hef ekki notað í einhverja mánuði. En reyndar fékk ég svo svefntöflur hjá lækni og ég sem var búin að segja að það myndi ég aldrei gera, ég vildi ekki lenda í þeim vítahring að geta ekki sofnað án lyfja. En ég hef passað vel uppá að taka aldrei svefntöflu 2 daga í röð og helst bara þegar ég hef sofið illa í 2-3 daga og þá jafnvel bara hálfa.
Síðasta árið var erfitt og ég svaf ekki vel og ég gagnrýnd að horfa á Netflix í símanum áður en ég sofna (oftast Friends) og stundum ef ég vakna um miðja nótt þá þarf ég að setja það aftur á til að svæfa mig því annars fer heilinn að rugla og bulla og búa til áhyggjur og þá er ekki séns að sofna aftur. En núna þessa viku er ég búin að sofa vel, jafnvel vaknað bara 1 sinni að nóttu og ekki þurft að setja Friends á til að sofna aftur og sofið til minnst kl. 7 og jafnvel einn morguninn til 8.30. Ef það væri bjartara þegar ég vakna þá kæmi ég nú bara syngjandi niður en ég kem niður og finn að strax eftir einn kaffibolla er ég bara tilbúin í daginn. Ekkert slen, enginn leiði og engin égsvafekkinóguvelþreyta. Ég hef alla ævi sagt að svefninn sé það mikilvægasta fyrir heilsuna og það hef ég sko fundið síðustu mánuði og ár. Vonandi er ég núna búin að fá aftur minn normal svefn og ró og kannski ég hafi bara haft rétt fyrir mér að árið 2020 sé árið þar sem töfrarnir gerast svo ég auglýsi nú líka nýjasta plakatið mitt.
Hérna er linkur í búðina mína þar sem hægt er að næla sér í eintak af töfra árinu uppá vegg.
Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan