Kjúkprikusúpan.

Gerði þessa líka frábæru súpu árið 2012, og af því að þetta var bullað uppúr mér þá ákvað ég að skrifa niður uppskriftina sem ég geri allt of sjaldan
Nafngiftina á ung stúlka Bjartey, sem var stödd í matarboðinu og kunnum við henni þakkir fyrir.

6 Kjúklingabringur, skornar í þægilega munnbita
5 Kartöflur, einnig skornar í þægilega munnbita
Hálf – 1 Sæt kartafla
Hálfur poki frosnar gulrætur
Tveir laukar
Einn púrrulaukur
Rúmlega hálfur poki frosin paprika

Ein dós kókósmjólk
Heinz chilisósa 4 msk
Smá sletta af sinnepi
Kryddað með
Karrý, chili, heilmikið af paprikukryddi, salt, hvítlaukspipar og aðeins af kjöti og grillkryddi
Þrír kjúklingasúputeningar

Allt sett í pott með gleði og ánægju og soðið þar til tilbúið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.