Dagar 10 og 11 voru teknir á litlu eyjunni Lerøy, rétt fyrir utan Bergen. Þegar maður þekkir sjálfan kónginn á Lerøy er ekki hægt annað en að njóta þess að vera á eyjunni hans fögru. Það býr reyndar fólk þarna og fullt af fleiri sumarhúsum en hans en hann heitir sama nafni og eyjan og það er flottast.
Útsýnið úr garðinum hans Lerøy er ekki amarlegt.
Ættaróðalið sem verið er að gera upp. Hérna eigum við eftir að koma oftar í framtíðinni, verst hvað það tekur langan tíma að keyra frá okkur til Bergen.
Húsin á eyjunni eru alls konar og fyndið sjá hérna hlið við hlið hús með torfþaki við hlið nútímalegs arkitektúr í appelsínugulum lit. Ég gæti sko alveg átt bæði.
Strákarnir voru eitthvað að vesenast í bátunum meðan við Anna fórum í göngu um eyjuna fögru.
Konan fann eitt hár á hökunni og enginn hafði plokkara svo þá var bara gripið til skæranna!
Allt tekur enda um síðir og á 11 degi ferðalagsins keyrðum við heim alla leið frá Bergen en það er 7 til 8 tíma akstur. En það sem léttir aksturinn mikið er að það þarf að taka tvisvar ferju svo þá getur bílstjórinn hvílt sig.
Aksturinn heim gekk vel og þreyttir ferðalangar glaðir að koma heim eftir frábært frí.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.